Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ástand Amason skánar.
Ástand Amason skánar.
Mynd / P.M.
Utan úr heimi 19. janúar 2024

Fréttir um árangur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Margt gott og jákvætt gerðist í veröldinni á síðasta ári þrátt fyrir að fregnir af því sem miður fer séu jafnan mest áberandi í umræðunni.

Upplýsingaveitan FutureCrunch birti nýverið samantekt um jákvæðan árangur í heimi okkar á síðasta ári og er hér stiklað á fáeinum þeirra.

Samtökin The Ocean Cleanup fjarlægðu 8 milljónir kílóa af rusli úr höfunum. Þá hefur samfélagsverkefni Sungai Watch í Indónesíu hrundið af stað plasthreinsunarbylgju þar í landi og fjarlægðar voru um 1,6 milljónir kílóa plastúrgangs úr ám þar á árinu. Íbúar Ekvador ákváðu í kosningum að verja hinn dýrmæta Amason-skóg og stöðva olíuboranir í þágu náttúruverndar. Þá fagna Brasilíumenn 66% samdrætti í eyðingu Amason- svæðisins.

Miklar framfarir urðu í rannsóknum á sjúkdómum og meðferð og víða tókst að útrýma landlægum smitsjúkdómum. Áherslur Kínverja á endurnýjanlega orku hafa leitt til umtalsverðrar minnkunar þeirra í kolefnislosun. Hollenska sprotafyrirtækið Arctic Reflections hefur komið fram með mögulega aðferð til að þykkja heimskautaísinn og forða honum frá bráðnun.

Í fyrra voru um 3,8 milljarðar trjáa gróðursettir á heimsvísu, þar af 4,2 milljónir trjáa fyrir tilstuðlan Life Terra í Evrópu, með þátttöku 73.000 almennra borgara.

Sjá nánar á FutureCrunch.com

Skylt efni: amason

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...