Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
FRÉTTATILKYNNING frá Bændasamtökum Íslands:
Fréttir 18. maí 2015

FRÉTTATILKYNNING frá Bændasamtökum Íslands:

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfall dýralækna innan BHM hófst þann 20. apríl síðastliðinn og hefur það haft mikil áhrif á stöðu innlendra alifugla- og svínabænda þar sem slátrun stöðvast í verkfalli. Á meðan verkfallið hefur staðið yfir hafa þessar búgreinar sótt um undanþágur til slátrunar vegna vaxandi þrengsla á búunum og tekjuskorts.

Veittar voru undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar vegna dýravelferðarsjónarmiða þar sem þrengsli á mörgum búum voru orðin umfram lögbundnar kröfur. Undanþágur voru veittar með því skilyrði af hálfu dýralækna að sölubann yrði á þeim afurðum sem undanþága var veitt fyrir. Gilti þetta samkomulag fyrir alifuglabændur í 17. og 18. viku og svínabændur í 19. og 20. viku. 

Þann 13. maí síðastliðinn var svo fundur BHM með Bændasamtökum Íslands, Svínaræktarfélagi Íslands og Félagi kjúklingabænda um afgreiðslu frekari undanþágubeiðna. Rætt var um þá grafalvarlegu stöðu sem orðin er í þessum búgreinum og jafnframt að ef bú fengju ekki brátt tekjur stefndi í fjöldagjaldþrot í greinunum. Þá hefur slæm lausafjárstaða búanna áhrif á möguleika þeirra til að kaupa fóður og aðföng til að sinna dýrunum. Þá er ljóst að þau 1400 tonn af kjötbirgðum sem eru komin á frost til viðbótar þeim 200 tonnum af innfluttu kjöti sem bíða tollafgreiðslu munu hafa neikvæð áhrif á kjötmarkaðinn til lengri tíma með tilheyrandi tekjutapi fyrir íslenskan landbúnað. Á fundinum var því rætt um með hvaða hætti væri hægt að veita frekari undanþágur til þess að afstýra fjöldagjaldþrotum og lögð til ákveðin málsmeðferð í þeim efnum þannig að hægt væri að létta undir með búunum. 

Félög bænda fylgdu þeirri forskrift sem gefin var á fundinum og komu leiðbeiningum til sinna félagsmanna um hvernig ætti að senda undanþágubeiðnir áður en fundur undanþágunefndar dýralækna var haldinn í dag. Undanþágunefnd dýralækna kom svo saman en hafnaði öllum undanþágubeiðnum án rökstuðnings. Sú höfnun kom öllum í opna skjöldu og ekki hafa verið veittar frekari skýringar á henni. Bændasamtök Íslands harma þessa niðurstöðu. Fjárhagstjón bænda er þegar orðið gríðarlegt og samráð við BHM og Dýralæknafélag Íslands hefur litlu skilað. Því telja Bændasamtök Íslands tilgangslaust að reyna það frekar að svo stöddu.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...