Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frestur til að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur
Fréttir 21. nóvember 2018

Frestur til að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur

Matvælastofnun hefur tilkynnt um að skilafrestur bænda fyrir haustskýrslur hefur verið framlengdur til 2. desember.

Er athygli vakin á að umráðamenn hrossa, sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu, geta skilað þeim í heimarétt WorldFengs. 

„Þeir umráðamenn sem einnig telja annað búfé fram á haustskýrslu þurfa nú að sækja upplýsingar um hrossin sín úr WorldFeng þegar skýrsla er skráð í Bústofn. Upplýsingar um staðsetningu og umráðamann hrossa þurfa því að vera réttar í WorldFeng. 

Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, nánari upplýsingar um aðgang veitir tölvudeild Bændasamtaka Íslands (tolvudeild hjá bondi.is).

Að auki stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fyrir þá sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML,“ segir í tilkynningunni.

Almennar leiðbeiningar um skilin er að finna í gegnum tengilinn að neðan:

Leiðbeiningar

Skylt efni: haustskýrslur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...