Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Mynd / ghp
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. nóvember 2025.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið hafi upplýst eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að það hyggist fresta gildistöku breytingareglugerðar um merkingu búfjár því ljóst þyki að bændur þurfi meiri tíma til að aðlagast kröfum um einnota merki. Frekari framlenging mun þó ekki koma til skoðunar.

Ekki skylda að örmerkja

Bændum hefur verið heimilt að nota sömu merki aftur eftir að þau væru þvegin og sótthreinsuð. Matvælastofnun tilkynnti hins vegar í maí 2023 að endurnýting eyrnamerkja í eyru búfjár yrði óheimil frá 1. júlí nk., eftir að ESA gerði athugasemd við slíka endurnýtingu í úttekt.

ESA þótti heimildin í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Íslenskum bændum er ekki skylt að örmerkja sauðfé á grundvelli EES-reglna þar sem fjöldi lifandi fjár er undir 600.000, skv. undanþáguákvæði í reglugerð ESB sem Ísland hefur innleitt. Bændum ber þó að merkja ásetningsfé með forprentuðu plötumerki í eyra og verður slíkt merki að vera einnota frá 1. nóvember 2025.

Undanþága ekki möguleg

Matvælaráðuneytið hefur fundað með Bændasamtökum Íslands þar sem farið hefur verið yfir það að ráðuneytið muni gera það sem mögulegt er innan þeirra skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist með EES-samningnum til að auðvelda bændum að merkja sauðfé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru með sem minnstum tilkostnaði.

Það er meðal þess sem kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um endurnýtingu örmerkja.

Njáll Trausti spurði meðal annars hvaða áhrif það hefði ef á Íslandi yrði áfram leyfð endurnýting örmerkja í sauðfjárbúskap.

Í svari matvælaráðherra segir að ef Ísland stendur ekki við þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist gæti það leitt til þess að ESA opni brotamál gagnvart Íslandi.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...