Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. vegna fiskeldis á landi í Auðlindagarði HS Orku við Garð á Reykjanesi.

Samherji stefnir að umfangsmikilli fiskeldisstöð og rekstrarleyfið gerir ráð fyrir allt að 20.000 tonna lífmassa á hverjum tíma vegna seiða- og áframeldis á laxi, regnbogasilungi og bleikju. Framleiðslugetan yrði allt að 40.000 tonn á ári. Fyrirhugaður Eldisgarður yrði í nálægð við Reykjanesvirkjun og yrði m.a. nýttur ylsjór sem til fellur úr virkjuninni en einnig yrði borað eftir jarðsjó innan lóðar.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna 12 aðila vegna áforma Samherja fiskeldis sem undirstrikuðu m.a. mikilvægi þess að kanna áhrif grunnvatnsvinnslu svæðisins og hvernig vatnstakan takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu.

Hafrannsóknastofnun benti á að um stóra framkvæmd væri að ræða og ef frárennslið væri það sama og áætluð vatnstaka þá yrði það um fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Það væri mikilvægt að nota nægilega næmar aðferðir við vöktun til þess að meta áhrif losunar frá eldisstöðinni og hafa viðbragðsáætlun til staðar ef fiskur slyppi úr kerjum.

Frestur til að senda Matvælastofnun athugasemdir um tillöguna að rekstrarleyfi eldisstöðvarinnar rennur út 1. júlí 2025.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...