Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þórunn tekur hér á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, einstöku listaverki eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.
Þórunn tekur hér á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, einstöku listaverki eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. desember 2021

Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut nýlega  titilinn „Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021“. Það var hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin, ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI, en samtökin veita verðlaunin á hverju ári.

Þórunn var tilnefnd fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og mannréttinda. Um 300 tilnefningar bárust til JCI vegna kjörsins. Verðlaunin eru bæði hvatning fyrir þessa framúrskarandi einstaklinga til áframhaldandi starfa og á sama tíma innblástur og hvatning til okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag. Þórunn Eva skrifaði bókina „Mia fær lyfjabrunn“, en hugmyndin að bókinni varð til þegar hún var að gera lokaverkefnið sitt í sjúkraliðanáminu v

orið 2019. Lokaverkefnið fékk hæstu einkunn og hvatti kennari Þórunnar að láta verða af þessari bók.

„Það er mikil þörf fyrir bætta fræðslu í samfélaginu okkar almennt og er hún alls ekki minni innan veggja spítalans og fyrir litla fólkið okkar þar. Það eru alltaf nokkur börn á ári sem þurfa að fá lyfjabrunn og eru ástæðurnar misjafnar. Stór hluti þessara barna eru börn sem greinst hafa með krabbamein en það eru einnig börn með hjartasjúkdóma, Cystic Fibrosis, blóðsjúkdóma, meðfædda ónæmisgalla og meltingar-sjúkdóma sem þurfa að fá lyfjabrunn svo dæmi séu tekin,“ segir m.a. í tilkynningu um verðlaunin. Þórunn Eva á barn sem er með lyfjabrunn og þekkir því ferlið vel.  

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f