Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Framtíðarsýn bænda á heima­vinnslu og viðskipti
Mynd / BBL
Fréttir 5. febrúar 2019

Framtíðarsýn bænda á heima­vinnslu og viðskipti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stjórn Byggðastofnunar  hefur ákveðið að styrkja þrjá meist­ara­­nema sem vinna að loka­verkefnum á sviði byggðamála. Heild­ar­­upphæð styrkjanna er ein milljón króna. Veittir eru tveir styrkir að upphæð 350.000 krónur, en þriðja verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 300.000 krónur. Tvær rannsóknanna eru á sviði heilbrigðismála en þriðja verkefnið er könnun varðandi heimavinnslu landbúnaðar­afurða.
 
All­s bárust níu umsóknir um styrkina, sem er nokkur fjölgun frá síðasta ári. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og skulu verkefnin sem sótt er um styrk til hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar.
 
Langvinnir sjúkdómar fjarri sérfræðiþjónustu
 
Þórunn Björg Jóhannesdóttir, meistaranemi á heilbrigðis­vísindasviði í Háskólanum á Akureyri, hlaut 350 þúsund króna styrk vegna verkefnis sem heitir „Að takast á við langvinnan sjúkdóm fjarri sérfræðiþjónustu: upplifun einstaklinga með kransæðasjúkdóm“. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa upplifun fólks með kransæðasjúkdóma á landsbyggðinni af eftirliti, endurhæfingu, fræðslu og stuðningi við sjálfsumönnun og lífsstílsbreytingar og hins vegar að lýsa sýn þátttakenda á þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er og þeim úrbótum sem hópurinn telur mikilvægar.
Krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð
 
Reynsla fólks af landsbyggðinni af krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð er verkefni sem Halldóra Egilsdóttir, meistaranemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, hlaut 350 þúsund króna styrk til að gera. Markmið rannsóknarinnar er að veita innsýn í reynslu einstaklinga af landsbyggðinni af því að fá krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu verið leiðbeinandi við þróun þjónustu, bæði í dreifbýli og á Landspítala og stuðlað að því að betur verði mætt þörfum einstaklinga óháð búsetu.
 
Viðhorf bænda til heimavinnslu
 
Þriðja styrkinn fékk Elfa Björk Sævarsdóttir, meistaranemi í mat­væla­fræði við Háskóla Íslands, 300 þúsund krónur, vegna verkefnis sem nefnist Heima­vinnsla land­búnað­ar­afurða – framtíðarhorfur. Í verkefninu verður viðhorf bænda til heimavinnslu og heimasölu búafurða kannað sem og skoðað hver framtíðarsýn bænda er varðandi vöruþróun og milliliðalaus viðskipti. Eins verður kannað hversu margir bændur sjá fyrir sér fullvinnslu heima á býli eða í héraði og milliliðalausa sölu afurða. Einnig verður skoðað hvernig matvælaöryggi er tryggt í heimavinnslu. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f