Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framtíðarsundgarpar
Fréttir 9. júlí 2024

Framtíðarsundgarpar

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Á Húsavík hefur frá árinu 1992 verið haldið sundnámskeið fyrir fjögurra til sex ára gömul börn og þá er líf í tuskunum í sundlauginni.

Að sögn Árnýjar Björnsdóttur, íþróttakennara og stjórnanda Leikskólasundsins, er þetta árviss og vel metinn viðburður á Húsavík. „Það eru um 70 börn sem mæta þetta sumarið, sex hópar og hver er í 30 mínútur í einu,“ segir hún og bætir við að börnin séu af mörgum þjóðernum en öll öðlist þau meira sjálfstraust í vatninu og mjög tilbúin í alvörusund eftir námskeiðið.

„Foreldrarnir eru stundum í vandræðum með að koma kútum á þau eftir námskeiðið, þau eru orðin svo frökk og dugleg og vilja bara synda eins og hinir.“

Í námskeiðinu felst að kenna þeim að nota klefana, skápana og sturtuna og að leika sér í vatninu, reyna að losna við vatnshræðslu ef hún er til staðar og þá er kominn grundvöllur fyrir alvöru sundkennslu. „Við erum ekki bara að leika okkur, við kennum tæknina og undirstöðuna,“ segir Árný enn fremur.

Um er að ræða átta skipti og venjulega er byrjað á miðvikudegi og endað á föstudegi en vegna stórhríðar og norðanáhlaups þetta árið þurfti að fresta fyrsta tímanum, hefjast handa á fimmtudegi og nýta laugardaginn í staðinn.

„Við erum tvær sem sjáum um þetta, ég og Valdís Jósefsdóttir, en með okkur eru alltaf einn til þrír unglingar úr unglingavinnu Norðurþings, litlu skinnin ná ekki alltaf niður og það þarf að vera til taks fyrir þau.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...