Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Shiraz-þrúgur ræktaðar í Ástralíu.
Shiraz-þrúgur ræktaðar í Ástralíu.
Fréttir 10. júlí 2020

Framtíðaræktunarsvæði kortlögð eftir yrkjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ástralir hafa búið til spákort sem sýnir væntanlegar hita- og úrkomubreytingar vegna hlýnunar jarðar og áhrif þeirra á ræktun vínþrúgna í álfunni. Kortið gerir vínræktendum kleift að sjá fyrir hvaða yrki gefa mest af sér í framtíðinni.

Kortið nær yfir 71 vínræktarsvæði í suðurhluta Ástralíu og sýnir hita- og úrkomubreytingar í framtíðinni og um leið hvaða yrki vínþrúgna muni standa sig best á hverju svæði. Að sögn vínræktenda í Ástralíu mun kortið koma að góðum notum þar sem árlega eru flutt út vín fyrir um 2,78 milljarða bandaríkjadali, eða um 386 milljarða íslenskra króna.

Skipta þarf um yrki

Hitaspár sýna svo ekki verður um villst að hiti í Ástralíu og víðast annars staðar í heiminum mun hækka á næstu árum og áratugum og að vínbændur verða að aðlagast breytingunum með því að skipta um þrúgur. Þetta þýðir að bændur sem rækta þrúgur eins og pinot noir og chardonnay þurfa að skipta þeim út fyrir hitaþolnari yrki eins og shiraz.

Þeir sem standa að gerð kortsins, sem tók fjögur ár, segja að það sé unnið í samræmi við nýjustu spár um hita- og úrkomubreytingar á vínræktarsvæðunum sem það nær yfir og að þær eigi að gilda til ársins 2100. Reiknað er með að hiti á svæðunum muni að meðaltali hækka um 3 °C á tímabilinu auk þess sem spár gera ráð fyrir aukinni tíðni hitabylgja og minni úrkomu.

Í sumum tilfellum verður ekki nóg fyrir bændur að skipta út yrkju og því einnig nauðsynlegt að flytja ræktunina í meiri hæð og úr suðurhlíðum þar sem hiti er ekki eins mikill. Einnig er líklegt að víða þurfi að koma upp vökvunarbúnaði þar sem hann hefur ekki verið nauðsynlegur til þessa.

Svipuð kort væntanleg fyrir aðra starfsemi

Fastlega má reikna með að fljótlega muni fleiri svipuð kort liggja fyrir þar sem meðal annars verður spáð fyrir um breytingar í skógrækt, vatnsbúskap og ferðamennsku svo dæmi séu tekin. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...