Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu.
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis, meirihlutaeign í mjólkurvinnslunni Örnu ehf. í Bolungarvík.

Þar að auki keypti framtakssjóðurinn nýtt hlutafé, sem styðja á við frekari vöxt þess. Hálfdán Óskarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Örnu, er enn meðal stærstu hluthafa félagsins.

Í tilkynningu frá Örnu kemur fram að hlutafjáraukningin tryggi að félagið haldi áfram að vera brautryðjandi í vöruþróun og nýsköpun í framleiðslu á mjólkur- og hafravörum. „Við hjá Örnu erum gríðarlega ánægð með að fá Stefni inn sem kjölfestufjárfesti í félaginu á þessum tímapunkti og væntum við mikils af samstarfinu,“ er haft eftir Hálfdáni.

Þreifingar um útrás

Arna hóf starfsemi árið 2013 en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa. „Mjólkurvörur Örnu eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk sem kemur frá bændum á Vestfjörðum,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Félagið framleiðir einnig hafravörur undir vörumerkinu Vera Örnudóttir. Arna hefur jafnframt verið í nokkurri útrás á liðnum árum. Árið 2022 fór skyr fyrirtækisins í dreifingu í verslanir í Frakklandi og þá var sagt frá þreifingum með útflutning hafravaranna innan Bretlands.

Fjárfesta í fjölbreyttum fyrirtækjum

Framtakssjóðurinn SÍA IV hóf starfsemi árið 2011 og hefur frá þeim tíma leitt fjárfestingar í íslensku atvinnulífi fyrir yfir 50 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu. „SÍA sjóðirnir hafa undanfarinn áratug átt þátt í því að fjölga fjárfestingarkostum og snertiflötum fjárfesta við innlent atvinnulíf með fjárfestingum í fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Þá hafa sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja.“

Jón Stephenson von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi vafrans Vivaldi, var aðaleigandi Örnu en hann átti 64 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum félög sín, Dvorzak Ísland og Vivaldi Ísland. Hann heldur enn hlut í félaginu. Hálfdán var næststærsti hluthafinn með 16 prósenta hlut í árslok 2023 samkvæmt ársreikningi.

Páll Ólafsson, forstöðumaður sérhæfðra hlutabréfa hjá Stefni, er nú skráður 84,09 prósenta eigandi Örnu ehf.

Skylt efni: Arna | mjólkurvinnsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...