Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Mynd / HKr
Fréttir 31. mars 2022

Framsýnn landbúnaður – Búnaðarþing 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirskrift Búnaðarþings 2022, sem sett var í dag, er Framsýnn landbúnaður. Þingið var sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, í dag með setningaræður Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Auk Gunnars ávörpuðu Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Eivind Haalien frá Nyt Norge þingið við setninguna.

Yfirskrift Búnaðarþingsins Framsýnn landbúnaður er ætlað að endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði.

Að lokinni setningu hófust nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að efst á baugi á þinginu að þessu sinni verði stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. „Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar.“

Skylt efni: Búnaðarþing 2022

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f