Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2020

Framleiðsla undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“ komin á fullt

Höfundur: smh

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar kynnti nýja vörulínu síðastliðið vor, þar sem hráefnið var íslenskt vaðmál. Jakkaföt, vesti og sixpensarar var þá markaðssett undir vörumerkinu  „Icelandic Tweed“. Nú er þessi fatnaður kominn í stöðuga framleiðslu og má því segja að í fyrsta skipti í tæp 50 ár sé nú stöðug framleiðsla á íslensku vaðmáli til framleiðslu á fatnaði.

Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður hjá framleiðsludeild Kormáks & Skjaldar og umsjónarmaður  vaðmálsframleiðslunnar, segir að nú sé allt farið á fullt í framleiðslunni. „Bæði erum við að framleiða flíkur og fygihluti en einnig seljum við efni í metravís með fókus á áklæði fyrir húsgögn. Við erum einmitt með afurðirnar á sýningunni 100% Ull á Hönnunarsafninu,“ segir Gunnar.  

Jakkafatajakkinn Geirharðsson úr íslensku vaðmáli.

Íslensk ull ofin í Austurríki

Að sögn Gunnars kemur ullin frá sauðfjárbændum víðs vegar á Íslandi, ullarbandið sé spunnið af Ístex en síðan þarf að senda það til Austurríkis til að vefa úr því vaðmálið. Hann segir að enn vanti tæki og þekkingu svo allt framleiðsluferlið geti verið hér á landi, eins og tíðkaðist áður fyrr.

Ullin í íslenska vaðmálinu er í grunnlitunum fjórum; mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjóru litum er hannað úrval mynstra þar sem litunum er blandað saman og mynda síðan heildstæða línu.  

Litirnir sem unnið verður með undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...