Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn
Líf og starf 4. júlí 2016

Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti í Árneshreppi, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera 84 ára gamall.

Eftir að hann lét af störfum sem oddviti Árneshrepps og kaupfélagsstjóri í Norðurfirði keypti hann ísvél og selur smábátasjómönnum ís til að kæla aflann.

Verið að lengja hafnargarðinn

„Hér eru rúmlega tuttugu bátar sem gera út á strandveiðar og veiðarnar ganga ágætlega en þetta eru ekki menn með fasta búsetu hér. Það er verið að stórbæta aðstöðuna í höfninni með því að lengja hafnargarðinn og hugsanlega koma fleiri bátar á næsta ári í kjölfar þess.“

Síðasta húsið byggt fyrir 23 árum

Gunnsteinn, sem man tímana tvenna í Árneshreppi, segir leiðinlegt að horfa upp á hversu fátt fólk býr í hreppnum. „Mér skilst að það séu rétt 50 manns á íbúaskrá núna en í mesta lagi 35 sem búa hér allt árið. Líklega er kjörskráin besti mælikvarðinn á íbúaþróun hér og samkvæmt henni fækkar ungu fólki hér í hvert sinn sem er kosið.

Samkvæmt lögum  þarf 50 manns til að hér geti verið sjálfstætt sveitarfélag og lögin kveða á um að ef íbúatala sveitarfélags er undir 50 tvö ár í röð beri félagsmálaráðuneytinu að sameina það örðu sveitarfélagi.

Ég og eiginkonan ­byggðum síðasta íbúðarhúsið í hreppnum, Bergistanga, fyrir 23 árum og þar sem enginn byggir hús getur enginn búið. Við sem eftir erum hér enn erum öll komin á aldur og hætt að búa til börn þannig að ég er hræddur um að heilsársbyggð hér eigi eftir að leggjast af eftir að við sérvitringarnir yfirgefum þennan heim.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f