Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framkvæmdastjóri LM ásamt stjórn LM, varaformanni LH og forsvarsfólki hestamannafélagsins Skagfirðings á mótssvæðinu á Hólum.
Framkvæmdastjóri LM ásamt stjórn LM, varaformanni LH og forsvarsfólki hestamannafélagsins Skagfirðings á mótssvæðinu á Hólum.
Fréttir 1. júní 2016

Framkvæmdir við Landsmót á Hólum á lokastigi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hér er allt á réttri leið og nú tekur við vinna við lokafrágang. Við erum í góðum gír og sannfærð um að mótið verði mjög gott,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, sem fram fer á Hólum í Hjaltadal í lok júní.
 
Heiðar segir að nú um helgina hafi skólahaldi í Háskólanum á Hólum lokið og í kjölfarið allt farið á fullt í þeim framkvæmdum sem ljúka þarf áður en blásið verði til landsmóts. Mannvirkjanefnd LH var í heimsókn á Hólum fyrr í vikunni og tók svæðið formlega út fyrir hönd LH. „Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með svæðið og hvernig til hefði tekist með uppbyggingu. Nú tekur við lokafrágangur, það er eitt og annað eftir sem við erum á fullu í að framkvæma núna, en allt er samkvæmt áætlun,“ segir hann.
 
Um liðna helgi voru haldin mót á Hólum, bæði á vegum háskólans og eins heimamanna og komu vellirnir vel út að sögn Heiðars. „Knaparnir voru ánægðir með vellina og við erum auðvitað í skýjunum yfir því,“ segir hann. 
 
Bæta við tjaldstæðum
 
Fyrir liggur á næstu dögum að vinna við lagnir á svæðinu, m.a. rafmagns- og vatnslagnir sem og ljósleiðara og eins verður bætt við tjaldsvæðum, en þau 300 tjaldstæði sem í boði voru með rafmagni seldust upp á skömmum tíma. „Við ætlum að bæta við stæðum, eftirspurnin er mikil,“ segir Heiðar. Ferðaskrifstofan North West Adventures heldur utan um gistirými í Skagafirði í kringum mótið og mjög vel hefur gengið að selja það.
 
Jákvæðar og góðar viðtökur
 
„Miðasala hefur farið fram úr væntingum, við erum þegar búin að selja um 4.000 miða í forsölu og líklega hafa aldrei jafnmargir miðar verið seldir á landsmót miðað við árstíma, það er allur júnímánuður eftir í sölu og yfirleitt fer drjúgt út á þeim tíma,“ segir Heiðar. Forsölu lýkur 15. júní en eftir þann tíma gildir sama miðaverð og í hliði. Enn er því tækifæri á að kaupa miða á landsmót á góðu verði. „Við þurfum svo sannarlega ekki að kvarta yfir viðtökum, þær hafa verið mjög jákvæðar og góðar.“
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...