Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framkvæmdir ganga vel
Fréttir 1. nóvember 2016

Framkvæmdir ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Framkvæmdir við ljósleiðaralagninu í Þingeyjarsveit ganga vel og eru þær rúmlega á áætlun, að því er haft er eftir Gunnari Birni Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Tengis hf., á Akureyri á vefsíðu 641.is. 
 
Búið er að leggja stofnlögnina á næstum allt svæðið sem var áætlað að leggja á í fyrsta áfanga og þá er lokið við að leggja heimtaugar heim á 82 bæi af 150. Að sögn Gunnars var þátttaka íbúa í ljósleiðaraverkefninu í Þingeyjarsveit góð, en einungis 6 aðilar af 150 aðilum (heimilum) vildu ekki fá ljósleiðarann inn til sín.
 
Allir komnir í samband fyrir áramót
 
Einungis er eftir að plægja stofnlögnina niður á nokkrum bæjum við Staðarbraut í Aðaldal, en búið er að leggja stofnlögnina suður Reykjadal. Lokið er við að leggja heimtaugar heim á bæi í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Kinn og er heimtaugalagning á bæjum í Aðaldal vel á veg komin, sem til stóð að leggja á í fyrsta áfanga. Eftir er að leggja heimtaugar á bæi í Reykjadal og hluta bæja í Aðaldal, en hafist var handa við það verk í vikunni og áfram haldið í þeirri næstu. 
 
 Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að hægt verði að virkja fyrstu notendurna í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og í Kinn og þeir kæmust þá í langþráð ljósleiðarasamband. Notendur í Aðaldal og Reykjadal ættu að geta tengst ljósleiðaranum fyrir áramót gangi allar áætlanir eftir. 

Skylt efni: ljósleiðaravæðing

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...