Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fráleit ummæli forstjóra Haga
Fréttir 15. september 2016

Fráleit ummæli forstjóra Haga

Höfundur: smh

Á vef Bændasamtaka Íslands (BÍ) bregst Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ við ummælum Finns Árnasonar forstjóra Haga á Facebooksíðu sinni þar sem hann segir búvörusamningana vera ríkisstyrkt dýraníð. Sindri segir að Finnur ætti að sjá sóma sinn í að biðja bændur afsökunar á fráleitum ummælum. 

„Honum er í sjálfsvald sett að gagnrýna samningana en ummæli af þessu tagi eru út fyrir öll mörk og bera vott um einkar fjandsamlegt viðhorf í garð íslenskra bænda. Ítrekað hefur forstjóri Haga haft uppi neikvæð ummæli um íslenskan landbúnað en með þessum tilteknu ummælum tekur steininn úr og eru því fyrirtæki sem hann starfar fyrir til háborinnar skammar.

Íslenskir bændur vinna að því hörðum höndum allan ársins hring við að tryggja íslenskum almenningi heilnæm matvæli án sýklalyfja eða annarra aukaefna sem algeng eru í landbúnaði í öðrum löndum. Það er eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna að íslenskir bændur standist ítrustu kröfur um dýravelferð svo að Ísland verði í fararbroddi í þeim efnum.

Nýir búvörusamningar eru viðamiklir og skipta bændur og almenning á Íslandi verulegu máli. Þeir tryggja það að neytendur fá íslenskar búvörur á hagstæðu verði í verslunum og að hér sé hægt að reka blómlegan landbúnað. Við frábiðjum okkur þann málflutning sem forstjóri stærstu smásölukeðju landsins viðhefur. Menn verða að sýna lágmarks mannasiði þegar þeir tjá sig um atvinnugrein sem þúsundir manns byggja afkomu sína á um allt land,“ segir Sindri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f