Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt
Fréttir 1. desember 2015

Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktendur í Frakklandi hafa undanfarið fengið yfir sig holskeflu af málaferlum sem tengjast heilsubresti og veikindum starfsmanna sem talið er að tengist ofnotkun á skordýraeitri við ræktunina.

Aukin veikindi eru bundin við ræktendur sem nota mikið af skordýraeitri en ekki lífræna ræktendur. Frakkar nota eitur allra þjóða mest í Evrópu til að halda niðri skordýrum sem herja á vínvið og einungis 8% af vínekrum Frakklands vottast með lífræna ræktun.

Í vínræktarhéraði einu í Suður-Frakklandi, sem kennt er við Languedoc-þrúguna, er meira en 60 þúsund tonnum af fjölbreyttum kokteil skordýraeiturs úðað yfir vínakrana á ári.

Í héraðinu eru milljónir af vínviðarplöntum, merlot, cabernet sauvignon og chardonnay, og framleiddar milljónir lítra af víni sem selt er um allan heim.

Allur þessi eituraustur er farinn að koma í bakið á ræktendum vegna heilsufarslegra álitamála. Fjöldi skaðabótamála hefur verið lagður fram af verkafólki sem unnið hefur áratugi á ökrunum og notað skordýraeitrið í góðri trú um skaðleysi gagnvart mönnum. Málaferlin eru meðal annars vegna fjölda krabbameinstilfella sem rakin eru til notkunar á efnunum og eru eigendur vínakranna meðal annars sakaðir um manndráp af gáleysi. Fjöldi sams konar málaferla eru í undirbúningi víðs vegar um Frakkland. 

Stjórnvöld í Frakklandi hafa heitið því að draga úr notkun á skordýraeitri í landinu fyrir 2025.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...