Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Karólína í Hvammshlíð með forystuhrútinn Sela Nikulásson í þjálfun síðsumars 2020 þegar hann var lambhrútur.
Karólína í Hvammshlíð með forystuhrútinn Sela Nikulásson í þjálfun síðsumars 2020 þegar hann var lambhrútur.
Mynd / A. Wamecke
Á faglegum nótum 11. mars 2024

Fræðst um forystufé

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sunnudaginn 17. mars hefur verið boðað til fræðslu- og skemmtiferðar um forystufé þar sem áhugafólk um féð kemur saman til að spjalla saman um forystuheiminn í sauðfjárrækt, auk þess sem nokkur bú verða heimsótt.

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð tekur á móti skráningum í ferðina til 13. mars í gegnum skilaboð á Facebook-síðu sinni. „Það stefnir í mjög skemmtilega ferð þar sem fræðst er um forystufé, fjallað er um umdeilt efni á borð við blendinga, forystufé í göngum, skilgreiningu út frá ættum eða eiginleikum eða útliti. Fé verður skoðað á nokkrum bæjum, hlustað á sögur, við deilum reynslu, spyrjum spurninga og fræðumst á skemmtilegan hátt, en þá er tilgangi dagsins náð,“ segir Karólína. Aðalfundur Forystufjárræktarfélags Íslands verður haldinn fyrir hádegi sama dag á Laugarbakka í Miðfirði. Hefst ferðin kl. 13 á bænum Bjargi í Miðfirði en nokkrir bæir verða heimsóttir og forystufé skoðað. Ferðalok eru áætluð klukkan 22.30. Hægt er að vera með allan daginn eða einungis á ákveðnum stöðum.

Skylt efni: forystufé

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...