Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigfríður Jódís Halldórsdóttir kjöt­iðnaðarmeistari og Þórhildur M. Jónsdóttir á tökustað.
Sigfríður Jódís Halldórsdóttir kjöt­iðnaðarmeistari og Þórhildur M. Jónsdóttir á tökustað.
Fréttir 9. október 2023

Fræðslumyndbönd um úrbeiningu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega voru fræðslumyndbönd um úrbeiningu og sögun á lambskrokkum gerð aðgengileg á vef Vörusmiðjunnar BioPol á Skagaströnd.

Er myndbandaframleiðslan hluti af samstarfsverkefni á milli Vöru­smiðjunnar og Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra. Nýlega lauk tökum á sambærilegum fræðslumyndböndum um vinnslu á ærskrokki og eru þau nú í eftirvinnslu.

Frá hugmynd að tilbúinni vöru

Að sögn Þórhildar M. Jónsdóttur hjá Vörusmiðjunni er markmið samstarfsins að auka færni hjá þeim sem vilja fara í matvælaframleiðslu. „Það hafa verið haldin yfirgripsmikil námskeið í samstarfi við Beint frá býli þar sem farið er yfir allt ferlið frá hugmynd að tilbúinni vöru. Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á dagsnámskeiðum þar sem þátttakendur gætu gert hlutina sjálfir og lært aðferðir. Síðustu ár hefur verið boðið upp á fjölbreytt námskeið þar sem hefur verið farið í grunnþætti á framleiðslu á matvælum og hafa þau námskeið verið vel sótt.

Við vildum svo gera betur og búa til fræðslumyndbönd bæði fyrir þá sem hafa komið á námskeið til okkar og þá sem vilja auka færni sína í að úrbeina, saga og ganga frá kjöti. Allir kannast við að fara á námskeið og læra handtökin og svo líður langur tími þar til þarf að nýta þekkinguna aftur og þá hefur fennt örlítið yfir þekkinguna. Þá er svo gott að geta rifjað upp hvernig þetta er gert með því að skoða fræðslumyndböndin.“

Fínir leiðbeinendur

Þórhildur segir að góðir leiðbeinendur standi að námskeiðunum hjá Farskólanum. „Sigfríður Jódís Halldórsdóttir er ein af þeim. Hún er kjötiðnaðarmeistari með áralanga reynslu í verkun og vinnslu á kjöti. Eins og sést í þessum fræðslumyndböndum þá er handbragðið fumlaust og svo fylgir mikil fræðsla um vöðva og hvernig megi nýta skrokkana.“

Hún segir að myndböndin séu stutt og hnitmiðuð til að auðvelda fólki að hagnýta sér þau í afmarkaða vinnslu. Nýju myndböndin eru væntanleg von bráðar inn á vefinn. Myndböndin eru aðgengileg á slóðinni vorusmidja.is/ fraedsla.

Skylt efni: kjötvinnsla | úrbeining

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...