Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Á faglegum nótum 19. febrúar 2020
Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE)
Timburverslanir selja timbur sem metið hefur verið eftir gæðum og eiginleikum. Flokkunin hefst í skóginum. Eftir að vandað hefur verið til verka við ræktun trjánna í skóginum er komið að skógarhöggi.
Trén eru há, sver og stundum bogin. Skógarhöggsmaður á að geta metið og flokkað viðinn eftir vaxtarlagi trésins. Þegar tréð er fellt er það sagað niður í boli, eftir því hvernig það getur nýst best. Algengt er að stysta lengd bols í barrviði sé 3,2 metrar. Við útkeyrslu á viðnum úr skóginum er það flokkað og lagt í stæður. Loks er það flutt í sögunarmyllu og endanlegt hlutverk viðarins er ákveðið þar.
Þegar trjábolur er sagaður í stórviðarsög niður í borð og planka þarf útsjónarsemi við að meta bolinn. Hverju má ná út út bolnum? Þar skiptir máli hvar af trénu bolurinn kemur. Neðsti hluti trésins er sá sverasti og oftast er hann sá verðmætasti. Þegar búið er að meta bol til sögunnar er hann sagaður eftir kúnstarinnar reglum. Að lokinni sögun verða til borð og/eða plankar. Næst fer fram mat á kvistabyggingu í viðnum og skiptir hún máli upp á styrk og endingu viðarins. Kvistir eru af ýmsum gerðum og sumir kvistir veikja timbrið meira en aðrir. Þegar timbrið er selt kaupanda þarf kaupandi að vera viss um að timbrið henti því sem hann ætlar sér af því. Þá koma til staðlar.
Lítil hefð hefur verið fyrir flokkun á íslensku timbri. Það timbur sem fellt er í skógum landsins hefur sjaldnast fengið sérstaka flokkun og fátítt er að gerðar séu miklar kröfur um burð og styrk. Timbur er hægt að nota í ótal margt. Ef timbrið er af slökum gæðum má selja það í eitthvað annað en burðarvið. Það má til dæmis nota það í utanhússklæðningar, panil eða hreinlega kurla og nota undir húsdýr eða sem kolefnisgjafa. Ef timbrið er af góðum gæðum þarf að vera öruggt og tryggt að hægt sé að nota það í það sem til er ætlast, t.d. í hús, leiktæki eða aðra mannvirkjagerð. Húsasmiður gerir kröfu til þess af söluaðila að timbrið sé flokkað eftir stöðlum.
Nú er hafin vinna við að innleiða þekkingu á stöðlum og flokkunarkerfum byggðum á þeim svo íslenskt timbur megi verða sú söluvara sem til er ætlast í náinni framtíð. Hingað til hefur einungis verið hægt að fá staðlað timbur af innfluttu efni. Eiríkur Þorsteinsson, trjátæknir og viðarfræðingur, leiðir vinnu við innleiðingu þessara flokkunarkerfa, sem kallast viðskiptaflokkun á timbri, samkvæmt stöðlum, í samvinnu við Svenskt Trä, sem leiðir hana í Skandinavíu og hin Norðurlöndin hafa nú þegar samþykkt. Auk þess koma íslenskar stofnanir að verkefninu, svo sem Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ), Skógræktin og Landssamtök skógareigenda (LSE). Í desember síðastliðnum fór þriggja manna hópur til fundar við sérfræðinga hjá Svenskt Trä. Fundurinn var góður og helstu niðurstöðurnar voru þær að leyfi fékkst til að nota og þýða flokkunarkerfið sem verið er að innleiða í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Íslandi og Noregi á barrtrjám. Vinnan við þýðingu gengur vel og er ætlunin að sett verði námskeið í haust fyrir fólk í skógargeiranum sem hefur verið að saga trjáboli. Verkefnið heitir TroProX og er samvinnuverkefni við háskóla í Danmörku og Svíþjóð.
Mikið er í húfi fyrir skógræktendur á Íslandi ekki síður en íslenska smiði og íslenskt efnahagslíf.
Hlynur Gauti Sigurðsson
framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE)
Líf&Starf 24. nóvember 2025
Lausn á vísnagátu
Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.
Líf&Starf 3. febrúar 2025
Skákmánuðurinn janúar
Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...
Líf&Starf 13. desember 2024
Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...
Líf&Starf 9. október 2024
Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...
Líf&Starf 14. ágúst 2024
Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...
Líf&Starf 2. júlí 2024
Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...
Líf&Starf 10. maí 2022
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...
Líf&Starf 4. maí 2022
Lesning fyrir heilabilaða
Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...
3. desember 2025
Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025
Laufey
4. desember 2025
Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025
Góður árangur náðst
4. desember 2025

