Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hofin tvö séð ofan frá.
Hofin tvö séð ofan frá.
Á faglegum nótum 6. janúar 2022

Frá nútíð til framtíðar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í jarðumbrotum fyrir hundrað milljónum ára reis fjallið Fanjin frá hafsbotninum. Nú stendur það í öllu sínu veldi í Wuling-fjallgarðinum í suðvesturhluta Kína, en hæð þess er rúmir 2,5 km yfir sjávarmáli.

Áhugasamir göngugarpar geta þar trítlað upp 8.000 þrep, ef rétt er talið, og notið þess að upplifa sérkennilega klettamyndun í bland við útsýni skýjum ofar, en m.a. vegna þeirra var Fanjing-fjallið skráð á heimsnáttúru- og menningarminjaskrá UNESCO árið 2018.

Á toppi þess, sem ber nafnið Red Clouds Golden Summit, má finna hof sem kallað er Fanjingshan-hofið þó það sé í raun tvö musteri, Temple of the Buddha og Maitreya-hofið. Annað þeirra er ætlað til tilbeiðslu guðsins Sakiymuni, sem táknar nútíðina, og og hitt fyrir guðinn Maitreya, sem táknar framtíðina.

Hofin tvö voru upphaflega byggð á Yongle-tímabili Ming-ættarinnar, fyrir um það bil 500 árum, og hafa núverandi musteri verið endurbyggð í samræmi við upprunalegt útlit þeirra og styrkt með járnabindingum til að verjast sem best sterkum fjallavindum. Musterin eru sjálf um fimm og hálfur metri bæði á breidd og dýpt en þau tengjast hvort öðru með brú – enda toppur fjallsins klofinn í tvennt. Fólk getur því gengið frá nútíð til framtíðar búddískrar kenningar sér til skemmtunar eftir að upp er komið.

Þar sem fjalltindurinn er oft umkringdur þoku og skýjahafi, er mikil upplifun að standa á pallinum fyrir utan Fanjingshan-hofin og dást að ótrúlegu útsýninu. Þessi heilagi staður búddisma er ekki síður fagur á að líta ofan frá, og mætti telja hann einn af undrum jarðar.

Skylt efni: Kína UNESCO

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...