Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984. Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim. Kom fram í frétt Dagblaðsins Vísi sama ár að skyrvinnsla hafi aukist um 20% eftir að farið var að pakka „gamla“ skyrinu í sérstaka poka fyrir neytendamarkað. Einnig kemur fram í fréttinni að töluverð aukning sé á mjólkurmagni, eða um 7% á landinu. Orsökin var að margir bændur höfðu þá bætt við sig búpeningi og jafnvel aukið kjarnfóðurgjöf þrátt fyrir ítrekanir yfirvalda um að draga skyldi úr mjólkurframleiðslunni. Þó var niðurstaðan sú að mikil uppbygging væri í mjólkuriðnaði og framleiðslu. Mætti áætla að innan fimm ára yrði jöfnuður kominn á og þá hæfa vel neyslu landsmanna. Forveri Mjólkurbús Borgfirðinga var mjólkursuðufyrirtæki nokkurt sem var starfrækt á Beigalda í Borgarfirði. Þar brunnu húsin árið 1925 en úr rústum þeirra varð til Mjólkurfélagið Mjöll sem hóf starfsemi sína ári síðar. Árið 1931 var starfsemin komin undir hatt Kaupfélags Borgfirðinga sem nefndu mjólkurfélagið Mjólkursamlag Borgfirðinga, sem svo hætti starfsemi um áramótin 1994–1995.

Skylt efni: gamla myndin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...