Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. júní 2022

Frá hrogni til fisks á disks

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auka á fræðslu og þekkingu og styðja við að gera tækifærin sem byggja á tækniþróun og nýsköpun í vinnslu eldisafurða sýnilegri með samstarfi Marels og Lax-Inn, nýsköpunar- og fræðslumiðstöðvar lagareldis, sem nýlega var staðfest með undirritun samnings.

Með samstarfinu á að kynna heildarferla aðfangakeðjunnar, frá hrogni til fisks á disks, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lax-Inn.

„Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í laxfiskaeldi á Íslandi sem síðustu ár hefur verið leidd af hröðum vexti laxeldis í sjó og sú þróun hvergi í heiminum verið hlutfallslega jafn mikil og hér á landi.

Ísland er þegar leiðandi á heimsvísu í eldi á bleikju sem og landeldi á Atlantshafslaxi og landeldisfyrirtækin hér á landi gera ráð fyrir að ná svipuðum vexti og sjóeldið og vera komin í um 100 þúsund tonn á næstu 3-5 árum,“ segir í tilkynningunni en þar segir einnig að í framtíðarsýn FAO og OECD um fiskneyslu til 2030 sé gert ráð fyrir því að vegna mannfjölgunar þurfi að mæta um 20 milljón tonna eftirspurn eftir fiskafurðum með auknu eldi.

Á meðan Marel er leiðandi í tækjaframleiðslu fyrir eldisiðnað er Lax-Inn fyrsta nýsköpunar- og fræðslumiðstöð lagareldis hér á landi, en það var stofnað á síðasta ári.

Haft er eftir Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá Marel, að frekari fræðsla og þekking starfsfólks fyrirtækisins á eldisstarfsemi sé mikilvæg.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f