Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sunnudaginn 5. september mættu  bændur í Vatnsdal í sparifötunum inn á Grísmtunguheiði og tóku nýja gangnamannaskálann í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli.
Sunnudaginn 5. september mættu bændur í Vatnsdal í sparifötunum inn á Grísmtunguheiði og tóku nýja gangnamannaskálann í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli.
Mynd / Bjarni Kristinsson
Fréttir 12. október 2021

Frá hlöðnum torfkofum og tjöldum í glæsilegan gangnamannaskála

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Sauðfjárbændur í Vatnsdal þurfa að smala sínu fé allt að 70 km leið í Undirfellsrétt, en frá Langjökli að Undirfellsrétt er nálægt 70 km. Að þessum sökum eru gangnamenn í 4–5 daga að smala afréttinn.

Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960-65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarnir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hitaðir með gasi.

Í sumar var fjárfest í vinnubúðunum sem starfsmenn Vaðlaheiðarganga notuðu við gangnagerðina og voru vinnubúðirnar fluttar um 20 km upp á Grímstunguheiði og settar saman, keypt ljósavél og smíðað hesthús. Vinnuframlagið var að mestu bændur í Vatnsdal sem fóru ófáar ferðir fram á heiðina.

Nýi gangnamannaskálinn.

Prúðbúnir bændur vígðu nýja skálann

Sunnudaginn 5. september mættu í sparifötunum bændur í Vatnsdal og tóku þennan nýja skála í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli (oftast nefnt Fljótsdrög af heimamönnum). Nýi skálinn getur tekið á milli 30 og 40 manns. Herbergin eru 30, bæði eins og tveggja manna, ágætlega rúmgóð og allir geta farið í sturtu eftir langan smölunardag. Góð eldunaraðstaða er í skálanum, matsalurinn tekur nálægt 40 manns í sæti og eru tvær litlar setustofur þar til viðbótar.

Þegar tíðindamaður Bændablaðsins kom í heimsókn fimmtudaginn 9. september var matráðskonan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Mynd / HLJ

Tvö í stórum skála að þrífa þegar Bændablaðið truflaði þrifin

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins kom í heimsókn fimmtudaginn 9. september var matráðskonan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Aðspurð hvernig gangnamönnum hafi líkað vistin fannst þeim að þessi nýi skáli hafi staðið vel undir væntingum. Eftir stutt spjall og kaffibolla var tími kominn á að kveðja og hætta að trufla vinnandi fólk, en að lokum, til hamingju, Vatnsdælingar, með glæsilegan gangnamannaskála.

Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960–65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarnir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hitaðir með gasi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...