Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Forystufé í forgrunni
Fréttir 8. janúar 2016

Forystufé í forgrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins sem kom út fyrir skömmu er fjöldi áhugaverðra greina eins og vant er.
Meðal efnis að þessu sinni er afar fróðleg úttekt á íslensku forystufé. Í inngangi greinarinnar segir að forystufé sé þekkt hér á landi allt frá upphafi byggðar og að eiginleikar þess séu einstakir á heimsvísu.

Raktar eru heimildir um féð sem litið er á sem sérstakan stofn innan íslenska stofnsins. Höfundar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson.

Öfugskelda á Kjalarnesi

Í grein sem kallast Öfugskelda á Kjalarnesi og skriðan mikla 1748 segir Árni Hjartarson frá skriðufalli á Kjalarnesi á 18. öld og áhrif hennar á byggðaþróun á svæðinu.
Hörður Kristinsson fjallar um Útbreiðslumynstur og aldur íslensku flórunnar. Auk þess er að finna, greinar um rannsóknir á kísilþörungum í Þingvallavatni, breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi og frásögn um ref sem leikur á himbrima. Sagt er frá alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um jarðminjar og vernd þeirra og Helgi Hallgrímsson fjallar um mosaskorpu.

85 ára útgáfusaga

Þetta er 3.–4. hefti 85. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 krónur og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón. Tekið er við nýjum félögum á netfanginu hin@hin.is og við greinum um náttúrufræðilegt efni á netfanginu ritstjori@hin.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...