Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kverkeitlabólga í sænsku hrossi.
Kverkeitlabólga í sænsku hrossi.
Á faglegum nótum 22. febrúar 2016

Förum varlega eftir að hafa verið innan um búfé erlendis

Höfundur: Þorsteinn Ólafsson, stöðvardýralæknir Nautastöðvar BÍ Hesti
Nú er verið að vara við kverkeitlabólgu í hrossum, vegna þess að slíkur faraldur geisar í Svíþjóð (http://mast.is/frettaflokkar/frett/2016/01/27/Varnir-gegn-kverkeitlabolgu-i-hrossum/ ). 
 
Af því tilefni vil ég minna á að það leynast víða erlendis sjúkdómar í búfé sem ekki eru hér á landi og  geta borist hingað ef óvarlega er farið.
 
Í nýjustu útgáfu af Acta Veterinaria Scandinavica er birt grein þar sem fjallað er um afleiðingar lungnasýkingar af völdum Bovine respiratory syncytial virus, BRSV í uppeldisstöð fyrir naut í Noregi í janúar 2011. (Thea Blystad Klem og samstarfsfólk.)
 
Mér er ekki kunnugt um að hér á landi séu vandamál vegna lungnasjúkdóma í nautgripum, en slíkir sjúkdómar valda töluverðu tjóni erlendis. 
 
Á árunum 2004 til 2006 var gerð rannsókn á útbreiðslu BRSV í Noregi (T. B. Klem og samstarfsfólk). Rannsakaðar voru 134 hjarðir tvisvar sinnum með 6 mánaða millibili. Hjarðirnar voru metnar jákvæðar ef eitt dýr á aldrinum 150–365 daga reyndist með mótefni gegn BRSV sem benti til þess að hjörðin hefði verið jákvæð á undanförnu ári. Jákvæðar hjarðir voru 34% og 41% í fyrri og seinni sýnatöku. Breytileiki var talsverður milli landsvæða. Af hjörðum sem voru neikvæðar urðu 42% jákvæðar í seinni sýnatöku og af þeim sem voru jákvæðar í fyrri umferð urðu 33% neikvæðar í seinni sýnatöku. Sjúkdómurinn virðist ekki vera mjög smitandi vegna þess að það fundust ósýkt bú í nágrenni við sýkt bú.
 
Þessi grein fjallaði ekki um tjón vegna BRSV en í greininni í nýjustu útgáfunni af Acta Vet. Scand. kemur í ljós að af 265 nautum sem voru frá þriggja til þrettán mánaða sáust sjúkdómseinkenni frá öndunarfærum hjá þremur af hverjum fjórum nautum. Þessi einkenni voru frá rennsli úr nösum og augum, hósta mæði, hita, deyfð og lystarleysi til stuna með öndun með opinn munn, teygðan háls og dauða. Fjórtán gripir drápust eða var lógað. Áður en sjúkdómurinn braust út hafði helmingurinn af gripunum verið bólusettur með bóluefni geng öndunarfærasýkingum þar með talið BRSV.
 
Fimmtíu og sex gripir fengu lyfja­gjöf í upphafi sem fyrst og fremst var fyrirbyggjandi vegna mögulegra bakteríusýkinga.
 
Niðurstaðan var að BRSV hafði áhrif á vaxtargetu nautanna í nokkra mánuði eftir að þau sýktust.  Áhrifin voru mest hjá dýrum sem veiktust alvarlega en það voru marktæk áhrif einnig á dýr sem sem sýndu væg eða engin sjúkdómseinkenni, þrátt fyrir fullan bata að því virtist.
 
Þess verður að geta að blóðsýni sýndu að hluti gripanna sem veiktust voru líka með mótefni gegn BCoV (bovine corona virus) og BPIV3 (bovine parainfluenza virus type 3). Lungnasýkingar sem geta tengst þessum veirum eru Mannheimia haemolytica og Pastaurella bakteríur sem hér á landi tengjast lungnapest í sauðfé. Þær fundust í tveimur dýrum sem voru krufin. 
 
Þetta minnir okkur á að það er aldrei of varlega farið þegar farið er í heimsókn til bænda í öðrum löndum. Það á að vera meginregla að fara ekki inn í gripahús fyrr en liðnir eru tveir sólarhringar frá því að verið var innan um búfé erlendis. Fatnað og skó verður alltaf að þvo og sótthreinsa.
 
Heimildir:
Thea Blystad Klem, Hans Petter Kjæstad, Eiliv Kummen, Hallstein Holen og Maria Stokstad. Bovine respiratory syncytial virus outbreak reduced bulls’ weight gain and feed conversion for eight months in a Norwegian beef herd. Acta Veterinaria Scandinavica 2016 58:8
Klem TB, Gulliksen SM, Lie KI, Løken T, Østerås O, Stokstad M. Bovine respiratory syncytial virus: infection dynamics within and between herds. Vet Rec. 2013;173:476. 

Skylt efni: sjúkdómar í búfé

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...