Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveinn Margeirsson hefur starfað sem forstjóri Matís síðustu átta ár.
Sveinn Margeirsson hefur starfað sem forstjóri Matís síðustu átta ár.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. desember 2018

Forstjóra Matís sagt upp störfum

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf. Þetta var tilkynnt á vef fyrirtækisins fyrr í dag með stuttri fréttatilkynningu frá stjórn. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins var Sveini sagt upp störfum og gert að hætta strax. Ástæðan er sögð trúnaðarbrestur á milli stjórnar og forstjóra. Á starfsmannafundi, sem haldinn var í Matís í dag, voru starfsmönnum ekki gefnar upp aðrar ástæður uppsagnarinnar þrátt fyrir ítrekaðar spurningar.

Sveinn Margeirsson og starfsfólk Matís var í fréttum í byrjun október þegar bændur á bænum Birkihlíð í Skagafirði slátruðu lömbum heima. Framkvæmdin var í samræmi við verklag sem Matís hefur lagt til að gildi um örsláturhús en er ólöglegt. Sveinn og hans fólk seldi síðan kjötafurðir af lömbunum á bændamarkaði á Hofsósi. Um miðjan nóvember kom fram að Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á tiltækinu. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er ekki talið að þetta mál eitt og sér sé ástæða uppsagnarinnar.

Í tilkynningu frá stjórn, sem birt er á vef Matís, er Sveini þakkað framlag hans til félagsins og rakið að undir hans stjórn og með aðkomu öflugs starfsfólks, hugviti þeirra og þekkingu, hafi Matís vaxið.

Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri frá og með deginum í dag. Hann hefur starfað hjá Matís frá árinu 2008 sem forstöðumaður viðskiptaþróunar. Sjöfn Sigurgísladóttir, sem áður var forstjóri Matís, er núverandi stjórnarformaður. Með henni í stjórn eru Arnar Árnason, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Sigmundur Einar Ófeigsson, Sigrún Traustadóttir og Sindri Sigurðsson. 

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Matís er 100% í eigu ríkissjóðs en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í félaginu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f