Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér er listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem var mjög áhugasamur um verk hennar á sýningunni í Tré og list.
Hér er listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem var mjög áhugasamur um verk hennar á sýningunni í Tré og list.
Mynd / MHH
Líf og starf 23. september 2022

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti bæinn Forsæti í Flóahreppi nýlega, þar sem hjónin og ábúendurnir Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson kynna sýninguna Tré og list í gamla fjósinu.

Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að heiðra listakonuna Siggu á Grund, eins og Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðarmeistari er jafnan kölluð.

Einn allra færasti útskurðarmeistarinn

Sigga er einn allra færasti útskurðarmeistari landsins en mikið af verkum hennar er til sýnis í Tré og list. Sigga gekk um salinn með Guðna Th. og
sýndi honum verkin sín og svaraði spurningum forsetans.

Greinilegt var á viðbrögðum Guðna að hann var yfir sig hrifinn af verkum Siggu og safninu í Forsæti, sem rekið er af miklum myndarskap.

Sigga fékk riddarakross frá forsetanum 2010 fyrir framlag sitt til þjóðlegrar listar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...