Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Fréttir 24. október 2019

Forseti Íslands á lambakjötskynningu í Tókýó

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, tók þátt í kynningu á íslensku lambakjöti í Tókýó höfuðborg Japans í heimsókn sinn ásamt frú Elizu Reid til landsins til að vera viðstödd krýn­ing­ar­hátíð Naru­hito Jap­an­skeis­ara.

Okura Hotel, Tokyo er eitt þekktasta hótel Japans, en íslenskt lambakjöt verður framvegis á boðstólum á frönskum veitingastað hótelsins Nouvelle Epoque.

Það að kjötið verði á boðstólum á hótelinu þykir mjög gott skref í kynningu og sölu á íslensku lambakjöti í Japan enda kokkar hótelsins gríðarlega kröfuharðir á öll aðföng.

Með forseta í för var einnig Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Friðrik Sigurðsson yfirkokkur utanríkisráðuneytisins. Í heimsókninni hitti Forseti meðal annarra Shinzo Abe forsætisráðherra, Tadamori Oshima forseta fulltrúadeildar japanska þjóðþingsins, Yasuhiro Yamashita formann japönsku Ólympíunefndarinnar og ásamt fleirrum.

Síðasti viðburður í dagskrá forseta var móttaka íslenska sendiherrans Elínar Flygenring í sendiráði Íslands í Japan í dag 24.október, þar sem eingöngu íslenskt hráefni var á boðstólum, fiskur, hrossa- og lambakjöt, fyrir um 150 gesti.

Ferð forseta lýkur á morgun föstudag 25.október.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f