Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Forsendur fyrir auknu fjármagni í Bjargráðasjóð vegna tjóna
Mynd / Bbl
Fréttir 7. október 2020

Forsendur fyrir auknu fjármagni í Bjargráðasjóð vegna tjóna

Höfundur: smh

Kristjáns Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að forsendur séu fyrir því að bæta fjármagni í Bjargráðasjóð, til að bæta bændum kal- og girðingatjón sem varð síðasta vetur.

Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformanns Framskóknarflokksins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi á mánudaginn þar sem hún spurði um hvort bændur ætti að sitja einir uppi með það tjón.

Samanlagt tjón metið á 960 milljónir króna

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, segir að sjóðurinn hafi nú um 200 milljónum til ráðstöfunar en sótt hafi verið um bætur fyrir kal- og girðingatjón sem metið er á 960 milljónir - um 800 milljóna króna kaltjón og 160 milljóna króna girðingatjón. Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands.

Umóknir um bætur voru 211 vegna kaltjóns en 74 um bætur vegna girðingtjóns, en umsóknarfrestur var til 1. október. Gert er ráð fyrir að umsóknar verði afgreiddar í nóvember og þær greiddar út fyrir árslok.

Öllum óskum um bætur verði mætt

Kristján sagði í svari sínu að hann ætlaði að beina því til þingsins við meðferð fjárlaga að þessum óskum öllum um bætur verði mætt. Fordæmi væru fyrir slíkri fjárveitingu væru frá árinu 2012 og 2013 þegar kaltjón var bætt og því telji hann forsendur fyrir því að það verði nú endurtekið.

 

 Umsóknir vegna kaltjóns

 

Svæði

Umsóknir

Kalnir hektarar

Hlutfall ræktarlands umsækjenda

Húnaþing og Strandir

34

445

25,5%

Skagafjörður

21

304

21,7%

Eyjafjörður

18

389

30,4%

Suður-Þingeyjarsýsla

63

1.789

55,7%

Norður-Þingeyjarsýsla

27

593

48%

Austurland

48

1.175

48,4%

Alls

211

4.695

41,5%

 

Umsóknir vegna girðingatjóns 

Svæði

Umsóknir

Kílómetrar

Húnaþing og Strandir

19

50,2

Skagafjörður

15

24

Eyjafjörður

12

36,1

Suður-Þingeyjarsýsla

15

34,8

Noður-Þingeyjarsýsla

5

31,2

Austurland

2

3

Suðurland

6

15,7

Alls

74

195

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...