Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal
Mynd / Ramona Harrison
Fréttir 31. júlí 2014

Fornleifarannsóknir að Gásum í Hörgárdal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin sumur hefur hópur fornleifafræðinga á vegum Fornleifastofnunar Íslands og CUNY háskólans í New York unnið að rannsóknum á “baklandi” Gása í Hörgárdal. Meðal annars hefur rannsókn hópsins beinst að víkingaaldarbyggingu sem er í landi Staðartungu, nánar tiltekið þar  sem fornbýlið Skuggi var. Byggingin kom í ljós við frumrannsókn sumarið 2009. Greint er frá þessu á horgarsveit.is.

Hópurinn stefnir á að ljúka uppgreftri byggingarinnar nú í sumar og vonast til að rannsóknin varpi ljósi á hlutverk hennar og aldur. Að auki er stefnt að því að kanna betur svæðið í kringum bygginguna, en líklegt þykir að skriða/skriðuföll hafi verið þess valdandi að Skuggi lagðist í eyði, á 12. eða 13. öld.

Auk rannsókna á Skugga mun hópurinn gera uppgröft við bæjarstæði eyðibýlisins Oddstaða í landi Öxnhóls. Þar var gerður prufuskurður sumarið 2009 og kom þá í ljós ríkulegur öskuhaugur sem spannaði tímabil allt frá 10. öld til 14. aldar. Öskuhaugurinn er því að hluta samtíða kaupstaðnum á Gásum og getur því varpað ljósi á tengsl býlanna í Hörgárdal við kaupstaðinn.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...