Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stikla úr kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.
Stikla úr kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.
Mynd / Skjáskot
Menning 20. nóvember 2024

Fornar ástir og fengitíð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Af mörgu er að taka þegar hugað er að íslenskum kvikmyndum sem hafa drepið niður fæti í íslenskri sveit og tengjast jafnvel landbúnaði á einhvern hátt.

Af nýrri myndum kemur Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur upp í hugann. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Bergsveins Birgissonar frá 2010 og var frumsýnd í sumarlok árið 2022. „Í afskekktum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafnhömlulaust og hafið sem umkringir þau“, segir í kynningu á myndinni. Þá er þessi söguþráður aðgengilegur á vef Kvikmyndamiðstöðvar: „Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.“

Með helstu hlutverk, hlutverk elskendanna Bjarna og Helgu, fara þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir. Eftirfarandi er listi, þó ekki tæmandi, yfir íslenskar kvikmyndir sem komið hafa við í sveit að einhverju eða öllu leyti og getið um titil þeirra, leikstjóra og hvaða ár þær voru frumsýndar.

  • Milli fjalls og fjöru, Loftur Guðmundsson, 1949.
  • Síðasti bærinn í dalnum, Óskar Gíslason, 1950.
  • Niðursetningurinn, Loftur Guðmundsson, 1951.
  • Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, Óskar Gíslason, 1951.
  • Land og synir, Ágúst Guðmundsson, 1980.
  • Sóley, Róska, 1982.
  • Dalalíf, Þráinn Bertelsson, 1984.
  • Eins og skepnan deyr, Hilmar Oddsson, 1986.
  • Kristnihald undir Jökli, Guðný Halldórsdóttir, 1989.
  • Börn náttúrunnar, Friðrik Þór Friðriksson, 1991.
  • Svo á jörðu sem á himni, Kristín Jóhannesdóttir, 1992.
  • Hin helgu vé, Hrafn Gunnlaugsson, 1993.
  • Agnes, Egill Eðvarðsson, 1995.
  • Veðramót, Guðný Halldórsdóttir, 2007.
  • Duggholufólkið, Ari Kristinsson, 2007.
  • Brúðguminn, Baltasar Kormákur, 2008.
  • Heiðin, Einar Þór Gunnlaugsson, 2008.
  • Sumarlandið, Grímur Hákonarson, 2010.
  • Hross í oss, Benedikt Erlingsson, 2013.
  • Hrútar, Grímur Hákonarson, 2015.
  • Svanurinn, Ása Helga Hjörleifsdóttir, 2018.
  • Kona fer í stríð, Benedikt Erlingsson, 2018.
  • Héraðið, Grímur Hákonarson, 2019.
  • Dýrið, Valdimar Jóhannsson, 2021.
  • Svar við bréfi Helgu, Ása Helga Hjörleifsdóttir, 2022.
  • Volaða land, Hlynur Pálmason, 2023
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...