Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna
Fréttir 22. desember 2021

Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna

Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald 2021 fyrir 31. desember nk. geta boðið sig fram til formanns. Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 30. janúar 2022 og skal framboðum skilað inn á netfangið kjorstjorn@bondi.is.

Í kjörstjórn til formannskjörs 2022 eru Guðrún Vaka Stein­grímsdóttir, formaður, Guðrún Birna Brynjarsdóttir og Erla Hjördís Gunnarsdóttir.

Formaður er kosinn á tveggja ára fresti með rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna. Samkvæmt samþykktum samtakanna skal kosning formanns eiga sér stað á 5 daga tímabili sem skal lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir Búnaðarþing, það er 15. febrúar 2022. Niðurstaða formannskosningar skal liggja fyrir a.m.k. mánuði fyrir Búnaðarþing.  Nái enginn frambjóðenda til formanns kosningu með 50% atkvæða eða meira, er kosið aftur rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu.  

Kosning stjórnar

Í stjórn BÍ sitja sjö félagsmenn. Sex stjórnarmenn eru kosnir á Búnaðarþingi til tveggja ára í senn. Náist ekki niðurstaða um hverjir séu rétt kjörnir stjórnarmenn í einni umferð í kosningu, skal kosið aftur bundinni kosningu á milli þeirra sem jafnir eru. Ef jafnt verður að nýju skal hlutkesti varpað um hver eða hverjir eru rétt kjörnir stjórnarmenn. Að loknu kjöri aðalmanna skal kjósa sjö menn í varastjórn til eins árs í senn. Sá sem flest atkvæði hlýtur er fyrsti varamaður og svo koll af kolli. Stjórn skal kjósa sér varaformann.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f