Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Mynd / FKA
Fréttir 21. júní 2023

Forkólfar á Austurlandi sameinast í FKA

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Konur á Austurlandi hafa nú stofnað Félag kvenna í atvinnurekstri á Austurlandi. Stofnfundur FKA Austurlands var haldinn eystra í lok maí og sóttu hann rúmlega hundrað konur af öllu landinu.

Markmiðið með stofnun félagsins, sem verður landsbyggðardeild í Samtökum kvenna í atvinnulífinu (FKA) ásamt Norðurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi, er að efla konur, stuðla að auknu samtali kvenna á milli, fjölga tækifærum kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi ásamt því að tengjast öðrum félagskonum FKA óháð staðsetningu.

„Nú er það kvenna á öllu Austurlandi að ákveða hversu bratt þær mæta í fjörið í FKA en næstu skref eru að hrista hópinn saman og efla tengslin. Svo koma þær af krafti í starfið hjá félaginu sem er bæði blómlegt og fjölbreytt,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.

Í stjórn FKA Austurlands sitja sjö konur og tveir varamenn. Það kemur í hlut þeirra að móta starfið út frá gildum og markmiðum FKA en þróa starfsemina á þann hátt að gagnist konum á Austurlandi sem best.

Þess má geta að í ársbyrjun 2006 stofnuðu konur á Austurlandi samtökin Tengslanet austfirskra kvenna, TAK, sem enn er starfandi og var stofnað til að efla konur á Austurlandi til þátttöku og sýnileika hvarvetna í samfélaginu og við stjórnvölinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...