Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ford Ka, góður borgarbíll og líklega sá ódýrasti á markaðnum.
Ford Ka, góður borgarbíll og líklega sá ódýrasti á markaðnum.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 21. október 2015

Ford KA, líklega sá ódýrasti á markaðnum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Ég hef verið duglegur að prófa litla ódýra bíla, en fyrir skemmstu prófaði ég Ford Ka sem er samkvæmt því sem ég best veit ódýrasti nýi bíll sem fáanlegur er og kostar ekki nema 1.695.000. 
 
Þessi smábíll er skráður fyrir fjóra. Ekki fór ég langt á bílnum, en ók honum samt yfir 90 km.
 
Lítill og mismikið pláss fram of aftur í
 
Framsætin eru góð og pláss í framsætum er gott, bæði hæð og fótapláss. Öll stjórntæki eru á þægilegum stöðum og þá sérstaklega gírstöngin, útsýni fyrir ökumann er gott fram á við og bæði innispegill og hliðarspeglar stórir og góðir. 
 
Í aftursætunum er minna pláss, sérstaklega upp á við, en þeir sem eru yfir 170 á hæð eru með höfuð upp undir þaki og hnén nema við framsætið sé það í miðjustillingu. Farangursrýmið er glettilega stórt, en þar undir er ekkert varadekk. Varadekkslaus bíll á Íslandi er fyrir mér ekki kostur og þýðir bara eitt; falleinkunn.
 
Frábær á bundnu slitlagi en of laus að aftan á malarvegum 
 
Að keyra Ford Ka innanbæjar er mjög gott og að mínu mati hentar þessi bíll afar vel sem borgarbíll fyrir stuttar vegalengdir á litlum hraða. Veggrip er mjög gott á malbiki og þægilegur í akstri undir 70 km hraða. 
Sé farið yfir 70 þá byrjar töluvert veghljóð og á milli 90 og 100 km hraða fannst mér veghljóðið allt of mikið. Á malarvegi er Ford Ka frekar laus að aftan, en það kom mér hins vegar á óvart hversu lítið malarvegahljóð kom inn í bílinn miðað við hvernig hljóðið er á malbiki. 
 
Á vonda veginum sem ég prófaði bílinn fannst mér framfjöðrunin góð, en síðri á afturhjól. Hæð undir lægsta punkt er fín, en margur fjórhjóladrifni bíllinn er lægri og í meiri hættu að snerta miðjuhrygg á vegslóðum en Ford Ka.
 
Ódýr í rekstri og aðgengi að vél gott
 
Ford Ka er á 14 tommu dekkjum sem kosta lítið (ódýrustu dekkin frá um 10.000 og dýrustu og bestu dekkin á um 17.000). Alls staðar þar sem ég skoðaði varðandi vinnu við viðhald er aðgengi gott, eins og hurðalamir, aðgengi að smursíu, loftsíu og að skipta um olíu eða perur. Uppgefin eyðsla á hverja 100 km ekna er 4,9 lítrar á hundraðið. Ég tók nokkrar mælingar á eyðslunni hjá mér og var ég að eyða frá 5,3 lítrum og upp í 7 lítra á hundraðið, en eftir 87 km akstur og meðalhraða upp á 41 km var meðaleyðslan mín 6,2 lítrar á hundraðið.
 
Maður einfaldlega fær það sem maður borgar fyrir
 
Þegar keyptur er svona ódýr bíll verður maður að gera sér grein fyrir því að maður er ekki að kaupa þægindi, kraft og flott útlit. 
 
Það er ekki mikið í Ford Ka sem mætti kalla munað og þægindi, en samt er allt þar sem þarf að vera í bíl. Fyrir mér eru ódýrir smábílar bara farartæki til að komast á milli staða fyrir eina til tvær manneskjur og allt of margir eru með of marga stóra bíla á hverju heimili. 
 
Fleiri mættu hugsa þannig að einn stór aðalbíll dygði og svo smærri bíll eða bílar fyrir fáa farþega, en í þennan smábílaflokk hentar Ford Ka mjög vel. Mikinn fróðleik má finna um Ford Ka á vefsíðunni www.ford.is.

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f