Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Menning 17. febrúar 2023

Fólkið í blokkinni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Meistarar Freyvangsleikhússins hafa nú tekið sér fyrir hendur gamanleikinn Fólkið í blokkinni eftir hinn sívinsæla Ólaf Hauk Símonarson.

Fjallar verkið um sprenghlægilegar, þó raunsannar sögur sem allir geta ímyndað sér sem einhvern tíma hafa verið búsettir í blokk. Ákveða íbúar blokkarinnar að setja upp söngleik þar sem þau sjálf eru í aðalhlutverkum og má nefna Hárfinn hárfína, forsvarsmann hljómsveitarinnar Sóna, sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér.

Robbi húsvörður: Jón Friðrik Benónýsson, Valerí: Aðalbjörg Þórólfsdóttir auk Helga Þórssonar sem Hárfinns hárfína.

Skarpar og skemmtilegar mannlýsingar eru í hávegum hafðar og atburðarásin eftir því kostuleg. Formaður Freyvangsleikhússins, hún Jósý, Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, segir okkur að mikið stuð sé á sviðinu, hljómsveit og almennur hressleiki.

Frumsýningin verður þann 24. febrúar í Freyvangi og miðasala hjá tix.is og í síma 857-5598. Sýnt verður í átta skipti, klukkan 20.00, föstudaga og laugardaga frá frumsýningu þar til 18. mars næstkomandi og miðaverð er kr. 3500.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...