Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Almennar starfsvenjur við festingar á bárujárnsþökum eftir vindálagi eru; tvöfaldar naglaraðir á jöðrum og þrefaldar á hornum og ein þar á milli.
Almennar starfsvenjur við festingar á bárujárnsþökum eftir vindálagi eru; tvöfaldar naglaraðir á jöðrum og þrefaldar á hornum og ein þar á milli.
Mynd / ál
Lesendarýni 3. febrúar 2025

Fokskaðar á þökum

Höfundur: Róbert Pétursson, arkitekt.

Á hverju ári koma ofsaveður hér á landi þar sem allt lauslegt, og sumt fast, tekst á loft til tjóns og skaða á eignum og fólki.

Róbert Pétursson.

Sumir staðir á landinu eru þekktir fyrir mikinn vindstyrk s.s. Eyjafjöll, Snæfellsnes og Kjalarnes. Vindi slær niður hlémegin við fjöll, þakplötur losna og þeytast út í loftið og valda stórtjóni. Björgunarsveitir eru kallaðar út og þær eru raunverulega í lífshættu við að bjarga því sem unnt er. Þegar maður sér björgunarmennina uppi á þökum í aftakaveðri, gerir maður sér grein fyrir því að það er mildi að ekki verður stórslys eða manntjón.

Almennar starfsvenjur við festingar á bárujárnsþökum eftir vindálagi eru; tvöfaldar naglaraðir á jöðrum og þrefaldar á hornum og ein þar á milli. Sömu starfshefðir eru á öllu landinu, og reynslan sýnir að þær eru ekki fullnægjandi alls staðar. Best væri að auka kröfur á öllu landinu, því þó að áhættusvæði séu mismunandi þá fer vindálag líka eftir hæð húsanna.

Þakplötur losna alltaf fyrst á jöðrum þar sem vindurinn nær að komast undir báruna. Vindurinn nær smám saman að lyfta nöglunum, og þegar neðstu naglaraðirnar eru lausar, eða farnar, er stutt í næstu naglaröð o.s.frv. Lærdómurinn augljós, naglhald er ófullnægjandi. Lausnin er líka augljós, festa þakið betur á álagsstöðum. Hvers vegna ekki?

Gömlu kónísku naglarnir missa hald þegar þeir lyftast upp ef þeir hafa ekki verið hnykktir. Í sumum þökum var þakkanturinn hannaður þannig að ekki var unnt að hnykkja út við þakskegg, einmitt þar sem álagið er mest. Einnig voru „óskráðar“ reglur um að ekki mætti hnykkja naglana, því slökkviliðsmenn ættu þá erfitt með að losa þakjárnsplötur ef kviknaði í þökunum. Lausnin felst í því að skipta út nöglum á álagsstöðum og skrúfa þakið niður í þess stað, jafnvel að bæta við festingarröð ef það dugar ekki. Það gæti varla verið einfaldari og ódýrari lausn á þessum vanda og mikið í húfi. En til að breyta byggingarhefðinni þarf að uppfæra festingakröfurnar í reglugerð því þá fyrst tekur skólakerfið og atvinnulífið við sér. Kostnaðurinn er nánast enginn, en skaðinn mikill af fljúgandi járnplötum. Eftir átakaveður ætti ávallt að kanna allar festingar á jöðrum þaka.

Almenningur, húseigendur, bæjar- og sveitarfélög, björgunarsveitir, byggingaraðilar og tryggingafélög, reyndar allir, hafa mikla hagsmuni að þakfok heyri sögunni til.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...