Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Fóðrunarhólf við verksmiðjubú í Texas.
Mynd / Mishka Henner
Fréttir 13. ágúst 2014

Fóðrunarhólf verksmiðjubúa úr lofti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski listamaðurinn Mishka Henner hefur á undanförnum árum safnað gervitunglamyndum sem sýna verksmiðjubú í Bandaríkjunum sem framleiða megnið af öllu kjöti sem framleitt er þar í landi.

Myndirnar sýna fóðrunarhólf (feedlots) þar sem gripir eru fitaðir síðustu vikurnar og dagana fyrir slátrum og lón full af saur gripanna sem fylgja slíkum hólfum við sláturhús verksmiðjubúanna.

Talið er að um 15.000 fóðrunarhólf séu við verksmiðjubú í Bandaríkjunum og í hverju hólfi nokkur þúsund gripir á hverjum degi enda framleiða verksmiðjubú í Bandaríkjunum yfir 90% af öllu kjöti þar.

Listamanninum hefur með loftmyndunum af fóðrunarhólfum verksmiðjubúanna tekist að fanga ljótleikann á einstakan og fallegan hátt.

Í umfjöllun með myndinum segir að samkvæmt svokölluðum "ag-gag"-lögum sé bannað að birta ljós-, hreyfi- eða hljóðmyndir frá verksmiðjubúum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Lögin eru sögð til þess ætluð að vernda búin og eigendur þeirra fyrir utanaðkomandi ágangi. Gagnrýnendur laganna segja aftur á móti að í skjóli þeirra geti búin leynt slæmum aðbúnaði dýranna og farið á mis við lög um mengunarvarnir.

Sjá fleiri myndir hér.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f