Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir varnarlínur var breytt.

Breytingin felur í sér að ekki þarf lengur að sækja um leyfi fyrir flutningnum. Aftur á móti gildir enn að sérstök rannsókn skuli fara fram á heilbrigði þeirra gripa sem flytja á milli varnarhólfa, sbr. 25. gr. dýrasjúkdómalaga (nr. 25/1993). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur, sérgreinadýralæknis nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun.

Þessi rannsókn á heilbrigði getur farið fram á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að hafa samband við hlutaðeigandi héraðsdýralækni og fá samþykki hans fyrir flutningnum. Hins vegar er hægt að ráðfæra sig við sjálfstætt starfandi dýralækni/ dýralækni búsins og fá hjá honum vottorð um heilbrigði gripanna sem síðan er hægt að framvísa til starfsmanna Matvælastofnunar við eftirlit ef þeir óska eftir því.

„Sérstaklega er horft til stöðu garnaveiki á því svæði sem flytja skal frá og hvort veiruskita eða aðrir smitsjúkdómar séu í gangi á svæðinu. Ekki er til þess ætlast að sérhver gripur sé skoðaður heldur að horft sé til söluhjarðarinnar sem heildar,“ segir í tilkynningunni.

Ef smitsjúkdómar eru til staðar er alltaf mest hætta á smiti frá dýri til dýrs og smitvarnir eru aldrei of hátt skrifaðar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...