Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar
Fréttir 5. janúar 2021

Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hrikalegur samdráttur var í flugi í Evrópusambandsríkjunum á síðasta ári vegna COVID-19 faraldursins.  Á þeim tíu flugvöllum þar sem fækkun flugvéla hefur verið mest, eða frá -53% til -66%, hefur flugvélum sem fara um þá velli í almennu flugi í heild fækkað um 1.898.500 vélar.

Í janúar 2020, áður en COVID-19 fór að gæta, varð strax lítils háttar samdráttur frá fyrra ári, eða um -0,8%, sem væntanlega má að mestu rekja til samdráttar í efnahagskerfinu. Úr þessu rættist í febrúar, en þá varð 1,4% aukning frá febrúar 2019. Síðan kom stóri skellurinn. 

Í mars 2020 hafði orðið 44,1% samdráttur í flugi frá sama mánuði 2019. Í apríl var botninum náð og samdrátturinn þá orðinn 91,2% miðað við árið áður. Örlítið betri stað var í maí, en samdrátturinn var samt 89,8% á milli ára. Í júní lagaðist staðan aðeins meira og þá var staðan -84,2% miðað við júní 2019. Í júlí skánaði staðan aðeins en var samt -63,5%. Topp árangur náðist í ágúst í sumar þegar samdrátturinn á milli ára minnkaði í -53,4%. Síðan fór aftur að halla undan fæti. Í september var staðan -58,7% og -61,1% í september. 

Tölur Eurostat sem byggja á tölum Eurocontrol náðu ekki lengra í síðustu viku, en miðað við versnandi stöðu í útbreiðslu COVID-19 í Evrópu síðan í október má búast við að flugið hafi líka dregist saman.

Flugvélum sem fara um Mai-flugvöll í Frankfurt fækkaði um 251.900 

Þegar litið er á samdrátt í fjölda flugvéla sem fóru um einstaka flugvelli í ESB-löndunum á tímabilinu janúar til október 2020 er staðan hreint út sagt hrikaleg. Af þeim tíu flugvöllum þar sem samdrátturinn var mestur í fjölda flugvéla var mest fækkun um Main-flugvöll í Frankfurt í Þýskalandi og nam 251.900 vélum, eða um -58%. Næstur kom Charles de Gaulle flugvöllur í París í Frakklandi með fækkun upp á 232.200 flugvélar, eða um -55%. Síðan er Schiphol flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með fækkun upp á 225.700 flugvélar eða um -53%. München flugvöllur í Þýskalandi kemur svo í fjórða sæti með fækkun upp á 281.300 flugvélar eða um -63%. Í fimmta sæti yfir mesta fækkun í fjölda véla er Barajas flugvöllur í Barselóna á Spáni með 212.800 vélar, eða um -60%. Þá kemur Fiumicino flugvöllur í Róm á Ítalíu með fækkun flugvéla upp á 172.400, eða um -65%. Síðan Schwechat flugvöllur í Vín í Austurríki með 138.600 flugvéla samdrátt, eða um -60%.  Í níunda sæti kemur svo Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn í Danmörku með fækkun upp á 134.900 flugvélar, eða um -61%. Í tíunda sæti er svo flugvöllurinn í Palma á Mallorca á Spáni. Þar fækkaði flugvélum sem fóru um völlinn um 129.200, eða um 66%. Þar var hlutfallsleg fækkun flugvéla líka mest.

Ísland er ekki aðili að Eurocontrol

Í þessari úttekt sem byggð er  á tölum Eurocontrol eru ekki tölur um flug til og frá Íslandi, enda er Ísland ekki aðili að Eurocontrol. Þar er 41 Evrópuríki skráð sem aðildarríki, þar á meðal Noregur, Sviss og meira að segja Ísrael og Úkraína. Eurocontrol heldur utan um almennt farþega-, póst- og flutningaflug ásamt umferð herflugvéla. /HKr. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...