Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa og Flúðajörfa, átti í samningaviðræðum um sölu á sínum rekstri í vor. Aðilar náðu ekki saman að lokum, sem Georg segir alltaf geta gerst í viðskiptum.
Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa og Flúðajörfa, átti í samningaviðræðum um sölu á sínum rekstri í vor. Aðilar náðu ekki saman að lokum, sem Georg segir alltaf geta gerst í viðskiptum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 27. júní 2025

Flúðasveppir ekki seldir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Georg Ottósson hafði til skoðunar að selja allan sinn rekstur í vor, en eftir miklar viðræður náðu samningsaðilar ekki saman. Hann er eigandi Flúðasveppa, sem er stærsti svepparæktandi landsins, og Flúðajörfa, sem stundar ylrækt og útirækt á grænmeti.

Enn fremur rekur Georg veitingastaðinn Farmers Bistro á Flúðum. Hann segist bundinn trúnaði um hverjir ætluðu að kaupa reksturinn, en hann getur gefið upp að þetta voru innlendir aðilar í grænmetisrækt.

„Kannski var þetta of stór biti fyrir þessa aðila og það munaði of miklu í lokin að við næðum saman,“ segir Georg inntur eftir ástæðu þess að salan gekk ekki eftir. „Ég var ákveðinn í að halda mig við tiltekið verð, en svo náðist það ekki. Þetta er eins og getur gerst í viðskiptum og það er engin reiði eða neitt slíkt í loftinu.“

Heldur ótrauður áfram

Georg, sem verður 74 ára í haust, segist því ætla að halda ótrauður áfram í sínum rekstri, en hann er eini hluthafinn í áðurnefndum fyrirtækjum. „Maður er kominn að síðasta kaflanum í lífinu, en heilsan er góð og ég er bjartsýnn á framtíðina.“ Hann segist ekki óþreyjufullur að hætta, enda var hann búinn að ljá máls á því í samningaviðræðunum að hann gæti verið viðriðinn reksturinn með nýjum aðilum í tvö ár.

„Á næstu árum verða einhverjar breytingar á rekstrinum, ég get fullyrt það. Hvort sem ég muni selja alla þessa heild eða brjóta þetta upp verður að koma í ljós. Fyrirtækin standa vel, en bæði Flúðajörfi og Flúðasveppir hafa verið vottuð sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri síðustu árin og veitingastaðurinn er skuldlaus. Eftir þessar viðræður bý ég að því að hafa farið í gegnum áreiðanleikakönnun með mín fyrirtæki og það kom allt vel út.“

Stefnir í góða uppskeru

Georg nefnir að sumarið 2024 hafi verið erfitt fyrir íslenskan landbúnað og það hafi áhrif á hans rekstur. „Við notum hálm og ræktum mikinn strandreyr sem við nýtum í rotmassagerð í Flúðasveppum. Við erum sjálfum okkur nóg með 70 prósent, en erum háð öðrum bændum sem eru í kornrækt með það sem vantar upp á. Þar sem minna hefur fengist af hveiti- og bygghálmi erum við ekki í fullri framleiðslu á sveppunum,“ segir hann. Að jafnaði sé ársframleiðslan yfir 600 tonnum.

Sumarið í ár fer vel af stað og segir Georg allt stefna í góða uppskeru á bæði grænmeti og hálmi. „Korn og hveiti er komið á fulla ferð og ég tel að grænmetið komi á markað fyrr en venjulega. Þegar svona viðrar líður okkur bændum betur,“ segir hann.

Skylt efni: Flúðasveppir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...