Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Úrkomumet var sett í Starkville í síðasta mánuði.
Úrkomumet var sett í Starkville í síðasta mánuði.
Fréttir 1. apríl 2020

Flóð valda bændum vandræðum í mestu landbúnaðarhéruðum Bandaríkjanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikil flóð í Missisippi og hliðarám fljótsins í Bandaríkjunum byrjuðu að stíga í þriðju viku febrúar vegna mikilla rigninga. Fyrirséð er að flóðin munu hafa áhrif á landbúnað á mjög stóru landsvæði þar sem búist er við að sáningu í akra seinki töluvert.

Þann 17. febrúar var flóðahæðin komin í 36,8 fet, eða 11,4 metra, og var þá víða farið að flæða inn í hús. Áfram hélt að rigna og í byrjun mars voru flóðaviðvaranir gefnar víða á svæðinu.  
Þann 4. mars var greint frá rafmagnsleysi nærri 20 þúsund heimila og varað við flóðum yfir vegi.

Vatn flæddi um götur í Jackson 17. febrúar úr ánnni Pearl River.

 

Mesta úrkoma í Starkville síðan mælingar hófust

Mikið hefur rignt í Missisippidalnum og sló úrkoman met í febrúar með rúmar 14,72 tommur, eða um 37,4 sentímetrar, í Starkville, en fyrra met var sett í febrúar 2003 en þá mældist úrkoman 10,79 tommur, eða nærri 28 sentímetrar. Var úrkoman í febrúar 2020 sú mesta síðan mælingar hófust 1891.

Áhrifasvæði Mississippi er gríðarlega stórt og víða er þéttbýlt meðfram fljótinu og þar er líka að finna gríðarmikið ræktarland.  Undir lok febrúar voru um hálf milljón ekra undir vatni nærri Greenwood og búist er við að sáningu í akra seinki á komandi vori vegna flóðanna. Mestu áhyggjurnar virðast nú vera vegna flóða í Nebraska, Iowa, Kansas og Missouri.

Mestu flóðahæð í fljótinu var náð í apríl 1979 þegar flóðahæðin mældist 43,3 fet, eða 13,4 metrar. Næstmesta flóðið varð síðan í maí 1983 þegar flóðahæðin náði 39,6 fetum, eða tæpum 12,3 metrum.

Mikilvæg landbúnaðarsvæði

Landbúnaður á áhrifasvæðum Missisippi og gríðarmikils vatna­svæðis sem fljótinu tengist nær til fjölda ríkja. Þar má nefna Missisippi, Louisiana, hluta af Alabama, Georgíu, Norður-Karolínu, Virginíu, Pennsylvaníu, Ohio, Texas og Nýju Mexíkó. Síðan Oklahoma, Colarado, Kansas, Missouri, Illinois, Indiana, Wisconsin, Iowa, Minnesota, Nebraska, Norður- og Suður- Dakota, Wyoming og Montana. Á verulegum hluta þessara svæða er helsta kornrækt Bandaríkjanna jafnframt því að þar fer fram mesta ræktun nytjajurta sem nýttar eru til etanol-framleiðslu í lífræn eldsneyti.

Kjúklingaræktin mest í Missisippi

Landbúnaður og tengdar greinar í Missisippiríki einu og sér tekur til sín um 29% vinnuafls og veltir  um 7,7 milljörðum  dollara. Um 34.700 bændur starfa í ríkinu og hafa um 4,2 milljónir hektara til umráða. Kjúklingarækt og eggjaframleiðsla eru stærstu greinarnar með samtals tæplega þriggja milljarða dollara veltu. Samt er Missisippi aðeins fimmta öflugasta ríki Bandaríkjanna í kjúklingarækt. Þar á eftir kemur skógariðnaður með 1,25 milljarða dollara veltu og sojaframleiðslan skilar rúmum einum milljarði dollara. Síðan kemur kornrækt og 12 aðrar landbúnaðargreinar með mismikla framleiðslu og veltu. 

Missisippi er aðeins eitt af fjölmörgum ríkjum sem tengjast vatnasvæði Missisippi-fljótsins en síðan koma öll hin ríkin og sum hver með enn meiri landbúnað, en áhrif úrkomu undanfarinna vikna er þar líka æði misjöfn.

Skylt efni: flóð | bandaríkin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f