Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Fréttir 14. júlí 2021

Flóð ollu umtalsverðu tjóni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ábúendur á nokkrum bæjum, einkum í Eyjafjarðarsveit, sitja uppi með umtalsvert tjón í kjöl­far mikilla flóða í liðinni viku. Eyjafjarðará flæddi á nokkrum stöðum yfir bakka sína og yfir tún. Þess eru dæmi, að sögn Sigurgeirs B. Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að allt að helmingur ræktarlands hafi farið undir vatn. Sigurgeir segir að leysingar sem urðu í Eyjafirði í síðastliðinni viku séu þær mestu sem menn hafi séð í allt að 35 ár. Þó minnist menn að mikil flóð hafi orðið bæði árin 1986 og eins 1995. Hann segir að ekki liggi fyrir úttekt á því tjóni sem flóðið olli, ljóst sé þó að það sé töluvert á einstaka bæjum í Eyjafirði.

Að vanda sig sem kostur er

Heyskapur er um hálfum mánuði seinna á ferð í sumar en í meðalári að sögn Sigurgeirs. Hann segir stöðuna ekki alveg upp á það besta. Kal var þó nokkuð í fyrravor sem gerði að verkum að uppskera var minni en vant er. Ofan á það bættist kalt og erfitt vor, búfénaður var lengi á húsum og vel gekk á birgðir af þeim sökum. Margir bændur voru því orðnir tæpir með hey í sumarbyrjun. „Nú er allt skraufþurrt og endurvöxtur fer hægt af stað. Þá gildir næstu vikur að vanda sig sem kostur er, dreifa áburði á hana og reyna að ná heyinu á réttum tíma, ekki of snemma og ekki of seint,“ segir Sigurgeir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...