Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir
Fréttir 25. júlí 2022

Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á síðustu vikum hafa nokkrir nýir sveitar- og bæjarstjórar verið ráðnir til starfa kringum landið.

Geir Sveinsson fékk starf bæjarstjóra í Hveragerði og tekur þar við af Aldísi Hafsteinsdóttur sem hefur stýrt bænum í 16 ár.

Í Mosfellsbæ tekur Regína Ástvaldsdóttir við bæjarstjórastól Mosfellsbæjar, en hún var áður bæjarstjóri á Akranesi og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Norðurþingi tekur Katrín Sigurjónsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, við keflinu af Kristjáni Þór Magnússyni. Þá mun Iða Marsibil Jónsdóttir gegna embætti sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshreppar, en hún hefur á undanförnum árum alið manninn í Vesturbyggð og var þar meðal annars forseti bæjarstjórnar.

Nokkur umræða skapaðist um ráðningu Björns Bjarka Þorsteinssonar í starf sveitarstjóra Dalabyggðar, en hann var ekki meðal umsækjenda um stöðuna. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir var ráðin í starf sveitarstjóra Húnaþings vestra í byrjun mánaðarins en er málefnum sveitarfélagsins nokkuð kunn, enda fyrrum oddviti sveitarstjórnar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir verður sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en hún hefur áður gegnt starfi sveitarstjóra á Tálknafirði.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réði Þórunni Sif Harðardóttur í starf sveitarstjóra en hún hefur unnið hjá hreppnum undanfarið ár og áður verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum hjá Akureyrarbæ. Stefán Broddi Guðjónsson tekur við kefli Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur í Borgarbyggð. Stefán Broddi ólst upp í Borgarnesi og hefur síðastliðinn áratug starfað hjá Arion banka.

Þá er Hulda Kristjánsdóttir nýr sveitarstjóri í Flóahreppi og tekur þar við starfi af Eydísi Þ. Indriðadóttur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...