Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Flatey
Bóndinn 20. september 2018

Flatey

Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir stýra hinu stóra kúabúi á Flatey á Mýrum.  
 
Þeim gafst kostur á því að taka við því sumarið 2016 og tóku svo formlega við því 1. október 2016.
 
Býli:  Flatey.
 
Staðsett í sveit:  Mýrum í Hornafirði.
 
Ábúendur: Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við tvö og kettirnir Junior, Skoppa og Skrítla.
 
Stærð jarðar?  2.400 hektarar.
 
Gerð bús? Mjólkurframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 550 nautgripir, að jafnaði 200 mjólkandi kýr hverju sinni.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk kvölds og morgna, síðan milli mála hefðbundin bústörf, umhirða gripa, fóðrun og margvísleg tilfallandi verkefni.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þegar vel gengur og gripirnir hraustir.Leiðinlegast þegar allt gengur á afturfótunum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með nokkuð svipuðu sniði og ná þeim markmiðum sem við setjum okkur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það þarf að gefa í og halda betur á spöðunum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef menn leyfa honum að dafna og menn hafi tækifæri til að nýta gæði jarða sinna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Erfitt að segja. Það er þó ljóst að það verður enginn ríkur á að selja vörur undir því sem kostar að framleiða þær.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Alltaf til Víking gylltur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vel eldað lambalæri og nýuppteknar kartöflur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það hlýtur að vera þegar við tókum við í október 2016.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...