Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Mynd / aðsend
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem er einungis fimmtán ára gamall, en hann byrjaði í kórnum í fyrra.

Karlakórinn Heimir í Skagafirði er með vinsælustu karlakórum landsins en í honum eru um 70 karlar og æft er tvisvar í viku. Stjórnandi kórsins er Jón Þorsteinn Reynisson og undirleikari er Alexander Edelstein. „Hann fór að suða um að koma með mér á kóræfingar 13 ára gamall en ég sagði honum að róa sig og klára múturnar, en eftir meira og meira suð þá tók ég hann með mér á æfingar í fyrra, þá 14 ára, og það hefur gengið ljómandi vel. Hann syngur í fyrsta bassa og er bara mjög sáttur og sæll í kórnum,“ segir Marinó Indriðason, bóndi í Litla-Dal í Skagafirði og pabbi Fjölnis.

Mamma hans heitir Hanna Björg Hauksdóttir og systkini Fjölnis eru þau Haukur Ingvi, Dalmar Snær og Svandís Katla. „Mér finnst mjög gaman í kórnum því eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja. Ég er í 10. bekk í Varmahlíðarskóla, sem er frábær skóli með góðu félagslífi,“ segir Fjölnir Þeyr.

Eftir grunnskólagönguna stefnir hann á að læra vélvirkjun á Akureyri eða á Sauðárkróki. „Karlarnir í kórnum hafa tekið mér mjög vel og segja gott að fá svona ungan strák í kórinn. Ég fæ alltaf far með pabba á æfingar og svo er afi líka í kórnum, sem er frábært. Skemmtilegasta lagið sem kórinn syngur að mínu mati er „Hermannakórinn“, það er frábært lag. Ég hvet alla karla, unga sem eldri, að fara í karlakór, þetta er svo skemmtilegt og félagsskapurinn frábær,“ segir Fjölnir Þeyr.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f