Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjórir snillingar
Menning 21. október 2024

Fjórir snillingar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin önnur bókin í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Fjórir snillingar er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er önnur í ritröð sem nefnd er Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Í fréttatilkynningu segir að bókin hafi að geyma persónuþætti þar sem sagt sé frá ævi og störfum nokkurra áhugaverðra einstaklinga sem settu svip sinn á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum. Fjallað er um tvo bændahöfðingja sem stóðu framarlega í helstu framfaramálum héraðsbúa á fyrri hluta 20. aldarinnar og tvö skáld sem Helgi telur vert að lyfta upp á sjónarsviðið, annað átti sitt blómaskeið fyrir aldamótin 1900 og hitt um aldamótin 1600. Allt hafi þetta verið yfirburðamenn, hver á sínu sviði. Þeir karlar sem eru í aðalhlutverkum í bókinni eru Davíð Þorsteinsson, stórbóndi á Arnbjargarlæk, Kristján F. Björnsson, bóndi og byggingarmeistari á Steinum, Sigurður Eiríksson, afkastamikið skáld og þýðandi og Bjarni skáldi, eða Bjarni Borgfirðingaskáld.

Bókin er fáanleg hjá höfundi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...