Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Á faglegum nótum 27. febrúar 2024

Fjórir ARR-gripir til viðbótar í Vífilsdal

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML

Í framhaldi af því að 2 gripir fundust á bænum Vífilsdal í Hörðudal með ARR genasamsætuna var hafist handa við að kortleggja alla hjörðina.

Síðastliðinn föstudag komu greiningar fyrir u.þ.b. helming ánna. Þar með er búið að greina nánast allar eldri kindur á búinu. Í næsta skrefi verður þá restin af hjörðinni greind, a.m.k. þær ær sem ekki er hægt að spá fyrir um arfgerð út frá greiningum eldri ánna.

Fjórar kindur bættust nú við sem bera ARR en áður var búið að staðfest genið í hrútnum Verði 23-459 og ánni Gullbrá 16-189. Enn er ekkert hægt að fullyrða um það hvaðan genið kemur í hjörðina. Þessar fjórar ær eru skyldar Gullbrá en þó ekki náskyldar.

Sameiginlegur forfaðir þeirra sem næstur þeim stendur er hrúturinn Golsi 02-346 frá Háafelli í Miðdölum, en hann kemur fyrir í 3. eða 4. ættlið hjá öllum ánum.

Frekari sýnataka mun væntanlega varpa ljósi á það hvort Golsi hafi borið ARR en hann á talsvert af afkomendum sem enn eru ógreindir. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir þessar fjórar ær sem við bættust.

Kindurnar fjórar í Vífilsdal sem nú bætast í hóp ARR kinda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...