Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjöreggið sem sett verður upp á Súgandisey er hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.
Fjöreggið sem sett verður upp á Súgandisey er hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.
Fréttir 9. apríl 2021

Fjöregg, sett upp í Súgandisey, verður nýtt kennileiti í Stykkishólmi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fjöregg, nýtt kennileiti fyrir Stykkishólm, verður sett upp á Súgandisey, en Stykkishólmsbær fékk tæpar 25 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til að gera deiliskipulag og við gerð útsýnissvæðis á Súgandisey.

Efnt var til samkeppni á liðnu ári og varð tillagan Fjöregg hlut­skörpust í þeirri keppni. Útsýnissvæði á Súgandisey er sérstakt áherslu- og forgangsverkefni Áfangastaðaáætlunar Vesturlands.

Fyrst og fremst er Fjöregg hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.

Staðsetningin Fjöreggsins, sem er útsýnisskúlptúr, og í senn útsýnispallur, upplifunar- og áfanga­staður, verður á klettasnösinni austan megin á eyjunni.

Fjöreggið sækir form sitt og tilurð í margbrotið fuglalíf Breiðafjarðar þar sem nytjar eggs og fugls voru fjöregg Breiðfirðinga þannig að aldrei skorti mat, segir í greinargerð með verkinu. Í þjóðsögum geymir fjöreggið lífið og gæfuna. Fjöreggið í Súgandisey mun vega salt á egginni til að árétta að ekki sé fýsilegt að leika sér að fjöreggi náttúrunnar.

Vinsælasti viðkomustaðurinn á Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur staðið yfir uppbygging á Súgandisey þar sem unnið hefur verið að skipulagi og úrbótum ýmiss konar svo sem með lagningu stíga og tröppugerðar. Eyjan er einn vinsælasti viðkomustaðurinn á Stykkishólmi en brýn þörf hefur skapast á endurskoðun á skipulagi eyjarinnar, ekki síst út frá þeirri staðreynd að eyjan hefur orðið fyrir óæskilegum ágangi, sér í lagi villustígum sem víða liggja, segir í frétt á vefsíðu Stykkishólms. Áhersla í endurskipulagningu er lögð á að útivist í eyjunni fari saman við náttúruupplifun, ánægju ferðamanna og nauðsynlega vernd náttúrunnar. Því til viðbótar er lögð áhersla á að umgengni taki mið af sjálfbærni, þolmörkum svæðisins og að umferð um eyjuna verði í takt við náttúruna. 

Skylt efni: Stykkishólmur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...