Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann kaupir það í stórmarkaði eða á veitingahúsi eða grænmeti sem boðið er upp á í mötuneyti.
Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann kaupir það í stórmarkaði eða á veitingahúsi eða grænmeti sem boðið er upp á í mötuneyti.
Fréttir 24. ágúst 2017

Fjölónæmar bakteríur geta borist með innfluttu fersku grænmeti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Grænmeti er ekki síður varasamt þegar kemur að áhættu af dreifingu sýklalyfjaónæmis í gegnum innflutt matvæli. Það getur, líkt og ferskar kjötvörur, borið fjölónæmar bakteríur.
 
Árið 2016 voru rúmlega 13.000 tonn af fersku grænmeti flutt til Íslands, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Grænmetið kemur alls staðar að úr heiminum en mest kemur frá Evrópu, og einkum frá Hollandi og Spáni en staða landanna þegar kemur að notkun sýklalyfja er æði misjöfn.
 
 
 
Þannig skorar Spánn landa hæst í notkun sýklalyfja í dýrum í nýútkominni skýrslu Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Evrópumiðstöðvar um sjúkdómsvarnir og eftirlit (ECDC) með sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi í dýrum og mönnum. 
 
Mengast gegnum búfjáráburð
 
Sýklalyfin sem áhyggjur vísindamanna beinast að eru breiðvirk lyf sem brotna afar hægt niður í náttúrunni. Mengaður búfjáráburður sem notaður er á ræktað land getur því smitað út frá sér fjölónæmum bakteríum, á grænmeti og jafnvel í grunnvatn.
 
Ferskt grænmeti sem flutt er hingað til lands er í flestum tilfellum einnig borðað hrátt og óeldað.
Grænmetið er undir áhrifum af vaxtarumhverfi sínu og getur tekið til sín efni úr jarðvegi ræktarlandsins og því vatni sem það nærist á. Áhættan á að ónæmar bakteríur berist til manna í gegnum ferskt grænmeti er því fyrir hendi og ber að athuga.
 
Á það bentu Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við lækna­deild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræði­deildar Landspítalans, og Franklín Georgsson, matvæla- og örveru­fræðingur hjá Matís, í grein sinni um innflutt fersk matvæli og sýkingaráhættu fyrir menn sem birtist í Læknablaðinu árið 2015.
 
„Eitt af meginvanda­málum við verksmiðjubú er hið mikla magn saurs sem kemur frá dýrunum og þarf að losa sig við, og er þá gjarnan notaður sem áburður á ræktarland. Sem dæmi má nefna að um 70 milljón tonnum af lífrænum áburði er dreift árlega á ræktað land í Bretlandi einu. Ræktað land og það sem verið er að rækta mengast þannig með áburðinum af sýklalyfjum og sýklalyfjaónæmum bakteríum sem geta síðan borist áfram í grunnvatnið og jafnvel mengað vatnsból. Á þennan hátt getur grænmeti, baunaspírur og ber mengast og síðan smitað menn sem oftast borða þessar vörur ferskar,“ segir m.a. í greininni.
 
Þörf á vitundarvakningu neytenda
 
Í stórmörkuðum geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um hvaða vöru þeir kaupa, því vörur eiga að vera merktar upprunalandi sínu. 
 
Sama vitund er ekki til staðar þegar neytandi fer á veitingahús eða í mötuneyti. Í reynd eru yfirgnæfandi líkur á því að salat sem borið er þar fram sé innflutt, einfaldlega vegna þess að það er hagstæðara. 
 
Í ljósi þeirrar áherslu sem lagt er á vá vegna dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería í skýrslu EFSA, EMA og ECDC telur Karl G. Kristinsson þörf á enn frekari vitundarvakningu.
 
„Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann er á veitingahúsi eða í mötuneyti. Ef slíkar upplýsingar lægju fyrir, þá myndum við kannski frekar versla við veitingahús sem býður upp á íslenskt grænmeti, bæði vegna kolefnisfótspors og ekki síst varðandi mengun af bakteríum frá suðrænum löndum sem við viljum ekkert vera með,“ segir Karl.
 
Á Íslandi er ræktarland grænmetis að jafnaði vökvað með ómenguðu drykkjarvatni, en gerist sjaldgæfara í öðrum löndum, eins og t.d. í Hollandi þar sem vökvað er með endurunnu vatni.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f